Úrval - 01.04.1953, Side 25
KAKTUSINN OG LIRFAN
23
ar milljónir hektara lands og var
enn óviðráðanlegur. Örust virð-
ist útbreiðsla hans hafa verið
þegar búfénu var beitt á hann
í þurrkunum miklu 1902. Næstu
tvo áratugina hélt hann áfram
að breiðast út, þangað til hann
hafði lagt undir sig að minnsta
kosti 15 milljónir hektara. Hver
búgarðurinn á fætur öðrum lagð-
ist í eyði, og þar sem áður hafði
verið góð sauðabeit, var nú
nytjalaust land.
Þar sem kaktusinn fékk að
vera í friði, myndaði hann brátt
frumskóg, sem varð ófær bæði
mönnum og dýrum. Kaktus-
þykkni mynduðust á 1500 km
löngu svæði suður með austur-
strönd Ástralíu, frá Mackay í
Norður-Queensland til New-
castle í nánd við Sidney í Nýja
Suður-Wales. Sumsstaðar náði
kaktusbeltið 3—600 km inn í
landið. Örvæntingarfullar til-
raunir voru gerðar til að hefta
útbreiðslu hans; hann var graf-
inn upp og brenndur, marinn
undir þungum völtrurum, sem
dregnir voru af hestum og ux-
um, kostnaðarsamar eitrunar-
tilraunir voru einnig gerðar. En
ekki tókst með þessu að hefta
útbreiðslu kaktussins. Árið 1923
var áætlað, að bændur hefðu
kostað til nærri milljón sterlings
pundum við þessar eyðingartil-
raunir.
Stjórnin í Queensland hét
5000 punda verðlaunum árið
1901 fyrir aðferð sem dygði til
útrýmingar kaktusnum, og
hækkaði þau upp í 10000 pund
sex árum síðar. 600 tillögur bár-
ust. Árið 1924 mátti lesa í
skýrslu frá Nefndinni til eyðing-
ar þymiperukaktusnum: „Sem
stendur er með öllu ógerlegt að
hreinsa Queensland af þymi-
perakaktusnum. Kostnaðurinn
við fyrstu hreinsunina mundi
sennilega fara fram úr 100 millj-
ónum punda — ef hún væri
f ramkvæmanleg. “
Vísindamenn í annarri eyðing-
arnefnd hófu nú leit í öðmm
löndum að hugsanlegum aðferð-
um. Fréttir frá Argentínu 1914
vöktu vonir. I skýrslu frá Gras-
garðinum í La Plata var greint
frá því að lirfa náttfiðrildis,
Cactoblastis cactorum, hefði
valdið miklu tjóni á þyrniperu-
kaktus, sem óx í garðinum.
Nokkrar lirfur þessa náttfiðr-
ildis voru sendar til Ástralíu,
en örlögin virtust enn á bandi
kaktussins, því að lirfurnar
drápust allar. Eins fór um von-
irnar, sem vaknað höfðu um
gildi þeirra sem vopns í barátt-
unni við kaktusinn; að minnsta
kosti næstu tíu árin. Hinsvegar
voru fluttar inn kaktuslýs (co-
chineal insects) frá Ceylon, og
þeim sleppt lausum á kaktusinn,
en árangurinn varð lítill.
Á árunum 1920 til 1927 var
leitinni að skordýmm til eyð-
ingar kaktusnum haldið áfram.
Allt í allt fundust um 150 mis-
munandi skordýrategundir sem
lifa á þymiperu- og öðrum kakt-
ustegundum.