Úrval - 01.04.1953, Side 37
Konukaup í Afganistan.
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir Serge Fliegers.
TTVÍT gufuský fylltu herberg-
ið og smugu gegnum
grindurnar sem skýldu okkur.
Allt í einu sáum við hvar fram
úr skýinu í einu horninu steig
nakin stúlka og fikraði sig
Iiægt niður í laugina í miðri
baðstofunni.
Gamla konan við hlið mér
greip í handlegginn á mér: „A,
falleg,“ sagði hún og benti.
„Hann verður ánægður, ha?“
Ég vissi ekki almennilega
hvað ég átti að segja og bjóst
til að fara. Mér var það allt
annað en geðfellt að liggja
svona á gægjum við gufubað
kvenna í Afganistan í fylgd
með hjónabandsmiðlara. Senni-
lega voru viðurlögin dauðarefs-
ing í ýmsum óþægilegum
myndum. Og það samræmdist
ekki hegðun amerísks frétta-
ritara. En ég hafði verið send-
ur í hammam — gufubaðhúsið
— í trúnaöarerindum. Eg var
sem sé í konuleit fyrir vin
minn Abd-el Múhammeð prins.
Þegar við mættumst fyrst
við Kyberskarðið hélt ég að
Abd-el Múhammeð væri vell-
auðugur vopnasmyglari, en það
er arðsöm atvinna á þessum
slóðum. En við nánari kynni
komst ég að raun um að hann
var velmenntaður og margfróð-
ur, afganskur aðalsmaður, sem
fræddi mig margt um Afgan-
istan á leið okkar yfir háslétt-
una til Kabúl, höfuðborgar
landsins.
„Alexander mikli fór um
þetta skarð með her sinn á leið
til Indlands," sagði Múhamm-
eð. „Hann sagði vinum sínum
í Grikklandi að þetta væri land
mikilla fjalla, herskárra manna
og undurfagurra kvenna. Hið
síðasttalda," bætti Múhammeð
við, „er ástæðan til þess að ég
er á leið til Kabúl.“
Það var ekki fyrr en við
höfðum komið okkur fyrir sem
einu gestir í Hotel de Kabul
og rabbað saman mörg kvöld
um bókmenntir, sögu og heim-
speki, að Múhammeð braut
aftur upp á erindi sínu. Við
sátum með krosslagða fætur á
mjúku Bokarateppinu í her-
bergi hans og á milli okkar var
Narguile vatnspípa sem kraum-
aði ánægjulega. En Múhammeð
var raunamæddur þetta kvöld og
að lokum hristi hann höfuðið
fullur viðbjóðs.