Úrval - 01.04.1953, Side 37

Úrval - 01.04.1953, Side 37
Konukaup í Afganistan. Grein úr „Magazine Digest“, eftir Serge Fliegers. TTVÍT gufuský fylltu herberg- ið og smugu gegnum grindurnar sem skýldu okkur. Allt í einu sáum við hvar fram úr skýinu í einu horninu steig nakin stúlka og fikraði sig Iiægt niður í laugina í miðri baðstofunni. Gamla konan við hlið mér greip í handlegginn á mér: „A, falleg,“ sagði hún og benti. „Hann verður ánægður, ha?“ Ég vissi ekki almennilega hvað ég átti að segja og bjóst til að fara. Mér var það allt annað en geðfellt að liggja svona á gægjum við gufubað kvenna í Afganistan í fylgd með hjónabandsmiðlara. Senni- lega voru viðurlögin dauðarefs- ing í ýmsum óþægilegum myndum. Og það samræmdist ekki hegðun amerísks frétta- ritara. En ég hafði verið send- ur í hammam — gufubaðhúsið — í trúnaöarerindum. Eg var sem sé í konuleit fyrir vin minn Abd-el Múhammeð prins. Þegar við mættumst fyrst við Kyberskarðið hélt ég að Abd-el Múhammeð væri vell- auðugur vopnasmyglari, en það er arðsöm atvinna á þessum slóðum. En við nánari kynni komst ég að raun um að hann var velmenntaður og margfróð- ur, afganskur aðalsmaður, sem fræddi mig margt um Afgan- istan á leið okkar yfir háslétt- una til Kabúl, höfuðborgar landsins. „Alexander mikli fór um þetta skarð með her sinn á leið til Indlands," sagði Múhamm- eð. „Hann sagði vinum sínum í Grikklandi að þetta væri land mikilla fjalla, herskárra manna og undurfagurra kvenna. Hið síðasttalda," bætti Múhammeð við, „er ástæðan til þess að ég er á leið til Kabúl.“ Það var ekki fyrr en við höfðum komið okkur fyrir sem einu gestir í Hotel de Kabul og rabbað saman mörg kvöld um bókmenntir, sögu og heim- speki, að Múhammeð braut aftur upp á erindi sínu. Við sátum með krosslagða fætur á mjúku Bokarateppinu í her- bergi hans og á milli okkar var Narguile vatnspípa sem kraum- aði ánægjulega. En Múhammeð var raunamæddur þetta kvöld og að lokum hristi hann höfuðið fullur viðbjóðs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.