Úrval - 01.04.1953, Page 40

Úrval - 01.04.1953, Page 40
38 TJRVAL talaq, talaq“ og skilið við kon- una á stundinni. „En ég vil umfram allt forð- ast að lenda í slíku,“ sagði Múhammeð. „Miðlarinn hefur komið til mín með nöfn margra stúlkna síðan ég kom. Sumar kunna að syngja og leika á lútu og aðrar eru dansmeyjar. Miðlarinn hefur skoðað þær, kíkt á þær í laumi þegar þær voru að baða sig, og hún hefur margt fallegt að segja. En ég treysti ekki alveg þessum kvenmanni,“ sagði hann og hristi höfuðið. „Mér finnst húu qf áköf að fá umboðslaunin. Ég vildi ég gæti séð þessar stúlkur sjálfur. En það er auðvitað ekki hægt. Sem af- ganskur aðalsmaður get ég ekki brotið siðareglur okkar. En ef ég gæti fundið ein- hvern áreiðanlegan, óviðkom- andi mann . . .“ Það fór ónotaskjálfti um mig þegar hann leit hugsandi á mig. En svo varð augnaráð hans dreymandi: „Ég veit ná- kvæmlega hvernig stúlku ég vil fá. Ég hef séð hana einu sinni. Ekki í holdinu auðvitað, held- ur í bíó í Pesjavar. Hún er amerísk eins og þú, og hún er gift manni sem er múhamm- eðskur prins eins og ég. Hún heitir Ríta Hayworth." Hann gerði gælur við nafn- ið, svo sneri hann sér snöggt að mér: „Hefur þú kannski séð þessa konu?“ Áður en ég áttaði mig hafði ég kinkað kolli. Já, ég hafði hitt hana í Hollywood og kom- ið fram með henni í útvarpí. Það færðist ljómi yfir andlit Múhammeðs og hann varð æst- ur. „Vinur minn, fyrst þú hef- ur séð þessa frú Rítu, þá vild- irðu kannski gera mér mikinn, mikinn greiða. Miðlarinn seg- ist hafa fundið stúlku sem gæti verið tvíburasystir Rítu. Hún hefur hrokkið, jarpt hár, löng augnahár, há og þrýstin brjóst og mitti sem hægt er að spanna með þumal- og vísi- fingri . . .“ Vinur minn hreifst með af orðum sínum, en svo áttaði hann sig og bætti við: „Svona lýsir miðlarinn henni að minnsta kosti. Á morgun fær hún annað tækifæri til að skoða hana, þegar hún fer í baðhúsið. Viltu fara með henni til að sjá hvort þessi stúlka er raunverulega lík Rítu?“ Og áður en mér gafst tími til að neita hafði Múhammeð staðið upp, tekið hönd mína og hrist hana þakklátur og hafið undirbúning að því að dulbúa mig í hinn þunga, sniðlausa búning afganskra kvenna og hylja skeggjað andlit mitt bak við ógagnsæja blæju. Andmæli mín voru enn ekki þögnuð daginn eftir þegar miðlarinn fór með mig eftir krókóttum hliðargötum, gegn- um litlar dyr og inn í bað- húsið. Við sáum stúlkuna og flýtt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.