Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 45
ORSAKALÖGMÁLIÐ OG EÐLISFRÆÐI NtJTlMANS
43
indin fram þessa beinu braut
og unnu margan glæsilegan
sigur.
Sífellt óx fjöldi þeirra fyrir-
bæra, sem sýnt var að stjórn-
uðust af ströngum lögmálum.
Jafnvel afstæðiskenning Ein-
steins haggaði ekki trúnni á
óbifanleik náttúrulögmálanna,
svo mikilli byltingu sem hún
annars olli í hugsanavenjum
okkar. En þessi trú varð fyrir
fyrsta áfallinu á seinni hluta
nítjándu aldar, þegar eðlisfræð-
ingar áttuðu sig á því að ekki
eru öll náttúrulögmál þeirrar
tegundar sem nefnd hefur ver-
ið hér að framan og kalla
mætti „gangverkslögmál", held-
ur eru einnig til lögmál, er
grundvallast á tilviljunum. I
Monte Carlo freista gestirnir
gæfunnar með fé sitt, en af
vinningum þeirra og töpum,
sem vissulega eru tilviljunum
undirorpin hefur spilabankinn
sjálfur stöðugar og öruggar
tekjur. Á sama hátt starfar
þrýstingur loftsins í bílslöngu
frá tilviljanakenndum höggum
sameindanna. Mergð sameind-
anna veldur því að þrýstingur-
inn er jafn og stöðugur; í agn-
arlítilli loftbólu, naumast sýni-
legri í smásjá, eru milljónir
sameinda. Áður en menn vissu
að loftkennd efni eru gerð úr
sameindum, var litið á þau sem
fjaðurmagnaða vökva undir
stjórn „gangverkslögmála“.
Það hlýtur að hafa verið áfall
fyrir marga eðlisfræðinga, þeg-
ar þeim varð Ijóst að þessi lög-
mál voru ekki ströng náttúru-
lögmál, heldur eins konar með-
alhegðun sameinda, er kastast
til og rekast á.
Árekstrarnir voru hver um
sig taldir heyra undir hina
klassisku aflfræði Newtons-
Samkvæmt þeim lögmálum er
unnt að segja fyrir, hvernig
hver árekstur muni fara, ef vit-
að er um hraða og stefnu sam-
eindanna fyrir árekstur. En
hegðun loftsins í heild er ekki
komin undir því hvernig hver
einstakur árekstur fer, og í raim
og veru skiptir það engu máli
hvort unnt er að segja fyrir út-
komur einstakra árekstra. Þeg-
ar lögmál þau er stýra hegðun
ioftkenndra efna voru fyrst sett
fram efaðist enginn um að lög-
mál Newtons væru hvarvetna
allsráðandi; á þessari öld hafa
lögmál kvantafræðinnar komið
í stað þeirra, en í fræðunum um
hegðun loftkenndra efna sér
þess varla stað.
Knattborðsleikur sameindanna.
Lauslega orðað er breytingin
þessi: Innan klassisku aflfræð-
innar finnst ekkert sem mælir
gegn því að unnt sé að leika
knattborðsleik með sameindir
fyrir knetti. En samkvæmt
kvantafræðunum mundu þeir
leikmenn er notuðu sameindir
í stað knatta fljótlega komast
að raun um að leikni þeirra væri
þeim lítils virði, tilviljunin réði
oJ