Úrval - 01.04.1953, Page 47

Úrval - 01.04.1953, Page 47
ORSAKALÖGMÁLIÐ OG EÐLISFRÆÐI NÚTlMANS 45 leiðsla, og virðast á henni ótal smugur, en þær leiða ekki til neins. Stungið hefur verið upp á hvers konar tilfæringum, til þess að mæla hve mikilli trufl- un áreksturinn veldur; ef hún væri kunn, væri óvissan úr sög- unni. En ávallt kemur í ljós, að hver ný fullkomnun mælitækj- anna verður upphaf nýrrar ó- vissu. Sá tími er liðinn, er menn héldu að með nógu mikilli hug- kvæmni og snilli væri unnt að komast fram hjá því óvissu- marki, er kvantafræðin setja öllum mælingum; nú eru allir, sem hafa kynnt sér þessi mál, sannfærðir um að kvanta- kenningin er sjálfri sér sam- kvæm. Þegar um ályktanir er að ræða, sem studdar eru af rannsóknum, getum við ekki valið og hafnað að eigin geð- þótta. „Þá það,“ kann lesandi þess- ara lína að segja, „látum svo vera, að ekki sé unnt að segja fyrir um árekstur sameinda, sökum þess að ekki er unnt að ákveða stöðu og hraða sameind- anna í senn nógu nákvæmlega. En er þetta þá ekki einungis dæmi um orsakir sem eru of flóknar til þess að hægt sé að rannsaka þær til hlítar, eins og veðurspárnar til dæmis?“ Ég skal játa, að þetta er ekki ólík- leg skýring, og að ýmsir úr hópi eðlisfræðinga munu henni sam- þykkir. En fyrir mitt leyti held ég ekki að þessi skoðun sé rétt. Það er munur á orsökum sem eru of flóknar til þess að við getum rannsakað þær og or- sökum sem fyrirfram er útilok- að að unnt sé að rannsaka. I vísindunum hefur sú regla stað- ið óhögguð um langt skeið, að forðast beri skýringar sem eru þess eðlis, að ekki er unnt að sannreyna þær. Heimspekingar og fulltrúar heilbrigðrar skynsemi hafa stundum deilt á þessa reglu og hefur deilan þá verið talin standa milli tveggja ólíkra hugsanavenja. Eg hygg að það sé ekki rétt sjónar- mið. Heimsmynd heilbrigðr- ar skynsemi er skyld heims- mynd vísindanna að því leyti, að báðar eru reistar á at- hugun á umheiminum, túlkun þessara athugana og niðurröð- un; munurinn er sá, að það sem við köllum heilbrigða skynsemi teygir rætur sínar óralangt aft- ur í tímann, jafnvel aftur fyrir þann tíma, er forfeður manns- ins tóku á sig þá mynd er hann hefur nú. Heilbrigð skynsemi er forsöguleg vísindi, mikið af hug- myndum hennar er enn í gildi, á sama hátt og margt af upp- finningum forsögulegrar tækni: spjótið, plógurinn, eldurinn. Þótt vísindalegt hugtak útrými öðru, sem byggt var á heilbrigðri skynsemi, er það sízt meiri saga en þótt nýtt vísindalegt hugtak komi í stað annars eldra, það er aðeins eðlileg þróun, en ekk- ert tilefni til gremju eða and- varpa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.