Úrval - 01.04.1953, Síða 55

Úrval - 01.04.1953, Síða 55
HIN HVlTA SKELFING 53 inn. Þakið féll inn. Loftbitar brotnuðu. Hurðin hrökk upp. Sniór flæddi inn og hálffyllti eldhúsið. Það varð niðdimmt. Eftir skamma stund heyrðist rödd föðurins. Móðirin svaraði. Svo tók önnur rödd undir og síðan einn ein. Það undur hafði skeð, að þau voru öll á lífi. En þau voru grafin undir hundruðum lesta af snjó. Þau biðu þarna í kulda og myrkri í tvo tíma. Þá heyrðu þau í skóflum björgunarsveit- arinnar, sem var að grafa sig niður til þeirra. Það kom í ljós, að eldhúsið var eina herbergið í húsinu, sem ekki hafði ger- eyðilagzt. Ekkert þeirra hafði meiðzt alvarlega. Þegar björgunarstarfinu í St. Antönien var lokið, kom í ljós að fimm hlöður höfðu gereyði- lagzt, mörg hús skemmst, en fyrir einhverja mildi hafði að- eins einn maður týnt lífinu. Aðrar sveitir urðu verr úti. Daginn eftir var áætlunarbíll á ferðinni um Engadinedalinn ná- lægt þorpinu Zernez. Bílstjórinn sá vegagerðarmann, Gross að nafni, við vinnu sína og veifaði til hans. í sömu svifum heyrði hann hvell eins og byssuskot og síðan hviss. Hátt uppi sá hann snjóinn komast á hreyf- ingu — í fyrstu mjög hægt. En þegar hraðinn óx, reis snjórinn í bylgjur. Kóf reis upp undan skriðunni um leið og hún brun- aði niður hlíðina og færði veg- inn í kaf. Bíllinn varð ekki á vegi hennar, en Gross varð und- ir henni. Bílstjórinn ók í skyndi til Zernez. Björgunarsveit brá við og fór á slysstaðinn. Tvær aðferðir eru til að leita að mönnum undir snjóskriðu. Önnur er sú, að menn ganga í röð og þreifa fyrir sér með járn- stöngum í snjónum. Við hina eru notaðir hundar, sem æfðir hafa verið í að þefa uppi menn undir snjó. Hundur fann Gross. Hann var grafinn upp og var enn með lífs- marki. Lífgunartilraunir voru þegar hafnar og var hann rétt að rakna við, þegar önnur skriða hljóp. Gross og fjórir björgun- armenn grófust undir henni. Þeir sem undan komust leit- uðu hjálpar í þorpinu Zuoz. Brátt var 20 manna björgunar- lið hraustustu manna frá Zuoz komið á vettvang. En varla höfðu þeir hafið björgunar- starfið þegar þriðja skriðan hljóp fram á sama stað, en slíkt er næstum óþekkt í Ölp- unum. Átta björgunarmenn urðu undir henni. Þeir sem undan komust, hófu björgunarstarfið enn á ný. Þeim tókst að grafa upp nokkra, suma lifandi en aðra látna. Seint um kvöldið urðu þeir að hætta. Enn voru sjö menn undir snjónum. Þó að Zuozbúar væru örmagna af þreytu, vildu þeir ólmir kom- ast heim til sín. Hver vissi nema skriður hefðu fallið þar? En skriður höfðu lokað veginum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.