Úrval - 01.04.1953, Page 57
HIN HVlTA SKELFING
55
skriðumar höfðu látið ósnert,
soguðust á loft og fuku hundr-
uð metra. I einu húsi var barn
sofandi í rúmi uppi á lofti. Loft-
sogið svipti af þakinu, sogaði
upp rúmið og bar það út á snjó-
skafl, en barnið sakaði ekki.
Húsið brotnaði í spón og allir
hinir meðlimir fjölskyldunnar
létu lífið. (22. desember síðast-
liðinn féll snjóskriða í Arlberg-
skarði í Austurríki. Vindurinn
frá henni feykti bíl með 32
skíðamönnum út af brxi og nið-
ur í á tæpum sex metrum neð-
ar; 23 létu lífið).
*
Björgunarsveitir voru skipu-
lagðar í skyndi. Menn úr skíða-
liði hersins voru sendir til ein-
angraoa dala. I einum fundust
22 lík. Ma.tvælum var varpað
í fallhlífum niður til einangr-
aðra þorpa. Líkin voru grafin
upp eitt á fætur öðru. Kirkju-
klukkur þorpanna hringdu, jarð-
rafarir þræddu sig áfram eftir
ógreiðfærum þorpsgötunum.
Stundum varð að grafa gegnum
sex metra þykkan snjó til að
geta tekið gröf.
I Norður-Sviss urðu snjó-
flóðaslysin að heita mátti öll
um þessa einu helgi. En í Suður-
Sviss héngu snjóhengjurnar á-
fram og ógnuðu fólkinu. Bærinn
Airolo kúrir í djúpum og þröng-
um dalbotni, þar sem St. Gott-
ards jarðgöngin frá ítalíu opn-
ast. Þar, eins og nyrðra, hafði
kingt niður meiri snjó en menn
vissu dæmi til. Strangari varúð-
arráðstafanir voru gerðar en
venja var til. Snemma í febrú-
ar var bæjarbúum skipað að
flytja burt, en nokkrir urðu eft-
ir til að gæta búpeningsins, sem
bæjarbúar byggðu lífsafkomu
sína á.
Fimm stórar skriður féllu á
bæinn. Varnargarðarnir stöðv-
uðu f jórar, en sú fimmta steypt-
ist yfir hálfan bæinn eins og
flóðbylgja. Aðeins spíran á
kirkjuturninum stóð upp úr. Tíu
manns fórust.
Manntjónir í Ölpunum þess-
ar fyrstu vikur ársins 1951 var
210 manns — 92 í Sviss, 83 í
Austurríki og 35 á ítalíu. I Sviss
eyðilögðust 1400 hús. Með vor-
inu var byrjað á endurreisnar-
starfinu. Alpabúar yfirgefa ekki
heimili sín og lífsbjörg vegna
snjóflóðahættu. Þeir hafa búið
við hana alla tíð og hafa í flest-
um tilfellum lært að forðast
hana. En stundum bila allar
mannlegar varnir, og þá er
mörgum búin köld gröf í Ölp-
unum.
—oo—
Þyngsta þraut stúlku er að sannfæra karlmann um að hon-
um sé alvara.
-— Helen Rowland.