Úrval - 01.04.1953, Page 58
Merkastu nýjungar í vísindum 1952.
úr „Science News Letter“.
Flugmál.
Fyrsta þrýstiloftsknúna far-
þegaflugvélin hóf áætlunarflug
á árinu. Það er brezka Havilland
Comet vélin, sem tekur 36 far-
þega. Hún flýgur milli Englands
og Suðurafríku.
Tilkynnt var á árinu, að til-
raunaflugvél í amersíka flotan-
um hefði sett met í flughraða
með flugmann innanborðs árið
1951. Náði vélin 2090 km hraða
á klukkustund.
Flogið var í fyrsta skipti á
þyrilvængju yfir Atlantshaf.
Flogið var frá Labrador til Skot-
lands, um Grænland og fsland.
Hafin var smíði á þriggja
hæða flutningaflugvél, sem á að
rúma átta bifreiðir, 43 farþega
og áhöfn.
Eðlis- og efnafræði.
Kjarnorkunefnd Bandaríkj-
anna tilkynnti um nýjar kjarn-
orkusprengjutilraunir á Eniwe-
tok, og þykir mega ráða af þeirri
tilkynningu, að um vetnis-
sprengju hafi verið að ræða.
Kjölur var lagður af fyrsta
kafbátnum sem knúinn verður
kjamorku.
Bretar sprengdu fyrstu kjam-
orkusprengju sína á eyju undan
Ástralíu.
Skýrt var frá því að tekizt
hefði að hreinsa vatn með há-
tíðni hljóðbylgjum og með geisl-
um frá atómleifum.
Efnasamsetning tveggja sýkla-
skæðra lyfja, terramýsíns og
áreómýsíns- fannst á árinu, og
er það talinn merkilegur áfangi
í lyf jarannsóknum.
Þeirri skoðun, að olía þurfi
ármilljónir til að myndast, var
kollvarpað á árinu. Olía fannst
í botnleðju á gmnnsævi og við
mælingu á geislavirku kolefní
sem í henni fannst, kom í ljós
að hún var tiltölulega nýmynd-
uð, og hefur myndast úr leifum
af lífverum sjávarins.
Líf- og læknisfræði.
í sífrosinni jörð norður í Al-
aska fannst hræ af vísundi, og
leiddu mælingar á geislavirku
kolefni í ljós, að það var 28000
ára gamalt.
Með sameiginlegum aðgerðum
landanna fyrir botni Miðjarðar-
hafs og Bandaríkjanna tókst í
fyrsta skipti í sögu mannkyns-
ins, að kveða niður engisprettu-
plágu sem var í uppsiglingu.
Með notkun nýfundins kyn-
vaka tókst að láta sauðkindur
eiga lömb tvisvar á ári.
Fóðurbætir sem blandað var