Úrval - 01.04.1953, Side 60
Ýinis fróðleilrar —
/ stuttu máli.
„United Nations World“ og „Scientific Americán".
Aiheimssjónvarp ?
Stórar og smáar eyjar í út-
höfum jarðarinnar eru eins og
stiklur á milli heimsálfanna, og
er f jarlægðin milli þeirra hvergi
meira en 470 km. Þetta er ein-
föld, landfræðileg staðreynd,
en amerískir sjónvarpsmenn sjá
í henni möguleika til að tengja
saman allar álfur heims með
einu allsherjar sjónvarpskerfi.
Tæknilega er ekkert því til f yrir-
stöðu að hægt sé að koma upp
slíku kerfi endurvarpsstöðva,
reynslan er fengin af þeim end-
urvarpsstöðvum, sem reistar
hafa verið um öll Bandarík-
in.
Evrópu og Ameríku er ætl-
unin að tengja saman með end-
urvarpsstöðvum á Grænlandi,
Islandi, Færeyjum, Hjaltlandi og
Skotlandi. Flestar þessara end-
urvarpsstöðva gætu verið sjálf-
virkar og þyrfti ekkert starfs-
lið til að gæta þeirra. Og áætl-
að hefur verið að hverja stöð
megi reisa á tveim mánuðum,
hversu afskekktur sem staður-
inn er, með því að flytja hina
einstöku byggingarhluta í þyril-
vængjum á áfangastað.
Þegar slík sjálfvirk stöð hef-
ur verið reist, mun hún ganga
nótt og dag. I henni verður tvö-
falt kerfi, varakerfi sem leysir
aðalkerfið af, ef það bilar. Verði
bilun, munu viðgerðarmenn
verða sendir með þyrilvængju
frá næstu viðgerðarstöð.
Þó að stöðvarkerfi þetta sé
fyrst og fremst hugsað sem sjón
varpsstöðvakerfi, mun það jafn-
framt geta annazt margskonar
firðsendingar, svo sem firðsam-
töl, hátíðni útvarpssendingar,
venjulegt hljóðútvarp, frétta-
myndasendingar, auk þess sem
í hverri stöð yrðu sjálfvirk veð-
urathugunartæki, sem stöðugt
myndu senda veðurfregnir.
Til að tengja saman megin-
land Ameríku og Evrópu er á-
ætlað að þurfi 68 stöðvar, 17
á Grænlandi (tvöfalt kerfi, ann-
að sem fylgir ströndinni og hitt
yfir þveran Grænlandsjökul) og
5 á Islandi (frá Horni og þvert
yfir landið til Austf jarða sunn-
anverðra). Kostnaðurinn vex
mönnum ekki í augum, hann er
áætlaður 50 til 100 milljónir doll-
ara, sem er andvirði eins stórs
farþegaskips.
Þetta er efnahags- og tækni-
hlið málsins. BQn menningarlega
hlið horfir kannske dálítið öðru-
vísi við, að minnsta kosti frá