Úrval - 01.04.1953, Síða 61
1 STUTTU MÁLI
59
sjónarmiði smáþjóðar eins og
íslendinga, og meira en vafa-
samur ávinningur á því sviði.
En það er önnur saga, sem ekki
verður rædd hér.
— Heimild: „United Nations World".
Fornfálegur fiskur.
I janúarmánuði síðastliðnum
fengu fiskimenn á ey einni nærri
Madagaskar torkennilegan fisk
í net sín. Hann vó 100 pund
og hafði alllanga fætur í stað
ugga. J. L. B. Smith, fiskifræð-
ingur í Suðurafríku, flaug 5000
km leið í flugvél, sem ríkis-
stjórnin lánaði honum, til þess
að bjarga fiskinum frá skemmd-
um. Þegar hann kom á vettvang
og sá að fiskurinn var allmjög
tekinn að rotna, þótt hann væri
enn nokkurn veginn heill, brast
hann í grát. Fiskurinn, sem olli
Smith þessari miklu geðshrær-
ingu, var af elztu tegund bein-
fiska og nefndist „coelacanth".
Þangað til fyrir fáum árum var
talið að sú tegund hefði dáið út
fyrir 75 ármilljónum. Dýrafræð-
ingar telja fund þennan „merki-
legustu dýrafræðilega uppgötv-
un þessarar aldar“.
Meðal fyrstu dýra á jörðinni
var flokkur fiska, sem nefnist
,,crossopterygia“. Fyrir um 350
milljónum ára greindist þessi
flokkur í þrjár greinar: lungna-
fiska, sem enn eru til; láðs- og
lagardýr (amphibia), sem urðu
forfeður hryggdýranna á landi;
og „coelacanth”. Talið var að
síðastnefnda tegundin hefði dá-
ið út fyrir 75 milljónum ára eða
um svipað leyti og elztu láðs- og
lagardýrin, en árið 1938 fékk
togari frá Suðurafríku einn slík-
an fisk í vörpuna. Þegar Smith
náði í hann, var ekki eftir af hon-
um annað en beinin og roðið.
Síðan hefur Smith sífellt verið
á hnotskóg eftir öðrum fiski
sömu tegundar. Hann hefur
dreift þúsundum dreifibréfa
meðal fiskimanna og beðið þá
að aðstoða sig. Þessa fyrirhöfn
sína fékk hann launaða þegar
fiskimaður þekkti „coelacanth“
á markaðstorgi í sjávarþorpi á
Madagaskar í janúarmánuði síð-
astliðnum.
Á þeim 300 ármilljónum sem
menn þekkja sögu „coelacanth"
af steingervingum, breyttist
hann mjög lítið. Af því álykt-
ar Smith, að hann sé enn mjög
lítið breytur frá því sem hann
var fyrir 75 ármilljónum. Um
spurningar þær, sem Smith von-
ast til að fá svar við með rann-
sókn þessa fiskjar, segir hann
sjálfur: „Hér eru nokkrar af
þeim spurningum sem hafa
vaknað hjá mér: hvernig er
efnasamsetning kjötsins á coela-
canth? Hvaða amínósýrur eru
í því? . .. Lýsið lekur úr hon-
um; hvers eðlis er það, og mun
það skera úr því fyrir okkur
hvort olían í iðrum jarðar sé
raunverulega til orðin úr fiski-
lýsi? Hver var gerð frumanna
í elztu dýrum jarðarinnar? Var
lifur í þeim? Voru spíralfelling-