Úrval - 01.04.1953, Síða 61

Úrval - 01.04.1953, Síða 61
1 STUTTU MÁLI 59 sjónarmiði smáþjóðar eins og íslendinga, og meira en vafa- samur ávinningur á því sviði. En það er önnur saga, sem ekki verður rædd hér. — Heimild: „United Nations World". Fornfálegur fiskur. I janúarmánuði síðastliðnum fengu fiskimenn á ey einni nærri Madagaskar torkennilegan fisk í net sín. Hann vó 100 pund og hafði alllanga fætur í stað ugga. J. L. B. Smith, fiskifræð- ingur í Suðurafríku, flaug 5000 km leið í flugvél, sem ríkis- stjórnin lánaði honum, til þess að bjarga fiskinum frá skemmd- um. Þegar hann kom á vettvang og sá að fiskurinn var allmjög tekinn að rotna, þótt hann væri enn nokkurn veginn heill, brast hann í grát. Fiskurinn, sem olli Smith þessari miklu geðshrær- ingu, var af elztu tegund bein- fiska og nefndist „coelacanth". Þangað til fyrir fáum árum var talið að sú tegund hefði dáið út fyrir 75 ármilljónum. Dýrafræð- ingar telja fund þennan „merki- legustu dýrafræðilega uppgötv- un þessarar aldar“. Meðal fyrstu dýra á jörðinni var flokkur fiska, sem nefnist ,,crossopterygia“. Fyrir um 350 milljónum ára greindist þessi flokkur í þrjár greinar: lungna- fiska, sem enn eru til; láðs- og lagardýr (amphibia), sem urðu forfeður hryggdýranna á landi; og „coelacanth”. Talið var að síðastnefnda tegundin hefði dá- ið út fyrir 75 milljónum ára eða um svipað leyti og elztu láðs- og lagardýrin, en árið 1938 fékk togari frá Suðurafríku einn slík- an fisk í vörpuna. Þegar Smith náði í hann, var ekki eftir af hon- um annað en beinin og roðið. Síðan hefur Smith sífellt verið á hnotskóg eftir öðrum fiski sömu tegundar. Hann hefur dreift þúsundum dreifibréfa meðal fiskimanna og beðið þá að aðstoða sig. Þessa fyrirhöfn sína fékk hann launaða þegar fiskimaður þekkti „coelacanth“ á markaðstorgi í sjávarþorpi á Madagaskar í janúarmánuði síð- astliðnum. Á þeim 300 ármilljónum sem menn þekkja sögu „coelacanth" af steingervingum, breyttist hann mjög lítið. Af því álykt- ar Smith, að hann sé enn mjög lítið breytur frá því sem hann var fyrir 75 ármilljónum. Um spurningar þær, sem Smith von- ast til að fá svar við með rann- sókn þessa fiskjar, segir hann sjálfur: „Hér eru nokkrar af þeim spurningum sem hafa vaknað hjá mér: hvernig er efnasamsetning kjötsins á coela- canth? Hvaða amínósýrur eru í því? . .. Lýsið lekur úr hon- um; hvers eðlis er það, og mun það skera úr því fyrir okkur hvort olían í iðrum jarðar sé raunverulega til orðin úr fiski- lýsi? Hver var gerð frumanna í elztu dýrum jarðarinnar? Var lifur í þeim? Voru spíralfelling-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.