Úrval - 01.04.1953, Side 62
60
ÚRVAL,
ar í meltingarfærum þeirra?
Hverskonar meltingarvökvar
voru í þeim? . .. Því eru næst-
um engin takmörk sett, hvað
við getum lært af að rannsaka
þennan dýrmæta fisk.“
Smith mun ekki fá svör við
öllum spurningum sínum frá
þessum eina fiski, því að nokkr-
ir viðkvæmustu líkamshlutar
hans eyðilögðust þegar fiski-
mennirnir innbyrtu hann og rot-
uðu með lurk. En hann gerir sér
vonir um að fá fleiri fiska.
— Scientific American.
Þrælasala tíðkast enn.
Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna mun bráðlega fá
til meðferðar furðulega skýrslu
um þrælaverzlun milli ýmissa
nýlendna í Afríku og Saudi Ara-
bíu. Skýrsla þessi er frá franska
landkönnuðinum Jacques Alain,
sem ferðast hefur um Afríku og
kynnt sér þessi mál, og ber hún
með sér að enn lifa þrælasalar
í Afríku góðu lífi á iðju
sinni.
Þeir bera einkum niður á sex
stöðum: í spænsku nýlendunni
Rio de Oro vestast í Afríku, í
franska og enska Cameroun við
Guineaflóa, á Guineaströndinni
og í Abessiníu, Erítreu og Ug-
anda í Austur-Afríku. Alain hóf
rannsóknir sínar í Villa Cisneros,
höfuðborg Rio de Oro. Honum
tókst að rekja slóð þrælasal-
anna þvert austur yfir Afríku
í nánd við hvarf, um Tindruf,
Tibesti til Port Sudan, þaðan yf-
ir Rauðahafið til Djeddah og
síðan til Medína.
Alain segir, að þrælasalarnir
hafi í þjónustu sinni ránsmenn,
sem geri næturárásir á lítil þorp
og vinjar við suðurjaðar Sahara-
eyðimerkurinnar. Þorpsbúum —
körlum, konum og börnum — er
smalað saman og þeim sagt að
flytja eigi þá til betri staðar.
Til áherzlu fyrirmælum sínum
munda ránsmennirnir byssur.
Því næst eru þorpsbúar fluttir
í stórt þorp úti í eyðimörkinni
El-Djouf.
Þegar um 500 manns hefur
verið safnað, er mynduð eyði-
merkurlest. Fangamir eru
hlekkjaðir saman með handjárn-
um, f jórir í hóp, og látnir ganga
af stað berfættir, en smalar
á úlföldum, með svipur á lofti,
reka lestina. Á undan lestunum
fara njósnarar til að njósna um
varðmenn hersins sem kynnu að
vera á ferð. En hermennirnir
fara sjaldan Iangt frá hinum
f jölförnu leiðum fram með járn-
brautinni sem liggur yfir eyði-
mörkina. Þeir hafa enga mögu-
leika til að halda uppi gæzlu á
allri þessari víðáttumiklu eyði-
mörk.
Margir fanganna örmagnast
á leiðinni af þorsta og sótthita.
Þrælasalarnir reikna með 10 til
20% ,,rýrnun“ á eyðimerkur-
ferðinni.
Eftir sex til átta vikna ferð,
segir Alain, er numið staðar