Úrval - 01.04.1953, Page 63
1 STUTTU MÁLI
61
milli Tibbou eyðimerkurinnar og
Tibestifjallanna. Þar er hinn
leynilegi þrælamarkaður og
þangað koma þrælasalar hvað-
anæva úr Afríku og selja vöru
sína þeim arabískum kaupendum
sem hæst bjóða. Gjaldmiðillinn
er oftast vopn og skotfæri af
birgðum þeim sem brezki áttundi
herinn og afríkuher Rommels
skildu eftir. Meðalgjald fyrir
kvenmann er 3 rifflar. Tveir
fullfrískir karlmenn kosta einn
kassa af skothylkjum.
Eftir að eigandaskipti hafa
orðið á þrælunum er ferðinni
haldið áfram austur, undir nýrri
stjórn. Sumir Arabarnir hafa
vörubíla til flutninganna. Yfir
Rauðahafið er farið á litlum
gufuskipum og þrælunum smygl-
að á land fyrir norðan hafn-
arborgina Djeddah, en þaðan
eru þeir fluttir til hinna helgu
borga Mekka og Medína. Þar
eru þeir flestir seldir pílagrím-
um sem vilja vinna góðverk.
Það eru sem sé fyrirmæli um það
í kóraninum, að sanntrúaður
músilmaður skuli losa sig við
jarðneskar eigur sínar þegar
hann nálgast musteri spámanns-
ins. Þar segir einnig, að „sá sem
frelsar þræl mun bjarga líkama
sínum frá eldum helvítis." Þess
vegna selja margir pílagrímar
allar eigur sínar og kaupa fyrir
andvirðið þræl, sem þeir gefa
síðan frelsi.
Eftir að þrælarnir hafa að
nafninu til öðlast frelsi með
þessu móti standa þeir uppi vina-
snauðir og allslausir í ókunnu
landi. Þeir taka því venjulega
hvaða starf sem í boði er og
hver sem skilyrðin eru.
Að áliti Alains er komið með
að minnsta kosti 5000 þræla á
mánuði til Saudi Arabíu. Sam-
kvæmt gömlum siðum músil-
manna er kaup og sala á vinnu-
færum karlmanni eða fallegri
konu af afríkukyni leyfileg í
landinu. Það er því álit sérfræð-
inga, að eina ráðið til að stöðva
þetta mannsal sé að halda uppi
stöðugri varðgæzlu úr flugvélum
beggja megin við hvarfbauginn.
— United Nations World.
Voltaire.
Þegar Voltaire kom til Englands árið 1727, komst hann hrátt
að raun um að svo mikil andúð var þar á Frökkum, að lífshætta
var fyrir hann að vera úti á götu.
Einu sinni þegar hann var úti, safnaðist hópur manna að
honum og allir hrópuðu: „Þarna er Frakki! Drepum hann!
Hengjum Frakkann!"
Voltaire nam staðar, sneri sér að hópnum og hrópaði: ,,Eng-
lendingar! Þið viljið drepa mig af því að ég er Frakki! En
er mér ekki nægilega refsað með því að vera ekki Englendingur ?“
Lýðurinn rak upp fagnaðaróp og fylgdi honum heim.
— Christian Science Monitor.