Úrval - 01.04.1953, Page 63

Úrval - 01.04.1953, Page 63
1 STUTTU MÁLI 61 milli Tibbou eyðimerkurinnar og Tibestifjallanna. Þar er hinn leynilegi þrælamarkaður og þangað koma þrælasalar hvað- anæva úr Afríku og selja vöru sína þeim arabískum kaupendum sem hæst bjóða. Gjaldmiðillinn er oftast vopn og skotfæri af birgðum þeim sem brezki áttundi herinn og afríkuher Rommels skildu eftir. Meðalgjald fyrir kvenmann er 3 rifflar. Tveir fullfrískir karlmenn kosta einn kassa af skothylkjum. Eftir að eigandaskipti hafa orðið á þrælunum er ferðinni haldið áfram austur, undir nýrri stjórn. Sumir Arabarnir hafa vörubíla til flutninganna. Yfir Rauðahafið er farið á litlum gufuskipum og þrælunum smygl- að á land fyrir norðan hafn- arborgina Djeddah, en þaðan eru þeir fluttir til hinna helgu borga Mekka og Medína. Þar eru þeir flestir seldir pílagrím- um sem vilja vinna góðverk. Það eru sem sé fyrirmæli um það í kóraninum, að sanntrúaður músilmaður skuli losa sig við jarðneskar eigur sínar þegar hann nálgast musteri spámanns- ins. Þar segir einnig, að „sá sem frelsar þræl mun bjarga líkama sínum frá eldum helvítis." Þess vegna selja margir pílagrímar allar eigur sínar og kaupa fyrir andvirðið þræl, sem þeir gefa síðan frelsi. Eftir að þrælarnir hafa að nafninu til öðlast frelsi með þessu móti standa þeir uppi vina- snauðir og allslausir í ókunnu landi. Þeir taka því venjulega hvaða starf sem í boði er og hver sem skilyrðin eru. Að áliti Alains er komið með að minnsta kosti 5000 þræla á mánuði til Saudi Arabíu. Sam- kvæmt gömlum siðum músil- manna er kaup og sala á vinnu- færum karlmanni eða fallegri konu af afríkukyni leyfileg í landinu. Það er því álit sérfræð- inga, að eina ráðið til að stöðva þetta mannsal sé að halda uppi stöðugri varðgæzlu úr flugvélum beggja megin við hvarfbauginn. — United Nations World. Voltaire. Þegar Voltaire kom til Englands árið 1727, komst hann hrátt að raun um að svo mikil andúð var þar á Frökkum, að lífshætta var fyrir hann að vera úti á götu. Einu sinni þegar hann var úti, safnaðist hópur manna að honum og allir hrópuðu: „Þarna er Frakki! Drepum hann! Hengjum Frakkann!" Voltaire nam staðar, sneri sér að hópnum og hrópaði: ,,Eng- lendingar! Þið viljið drepa mig af því að ég er Frakki! En er mér ekki nægilega refsað með því að vera ekki Englendingur ?“ Lýðurinn rak upp fagnaðaróp og fylgdi honum heim. — Christian Science Monitor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.