Úrval - 01.04.1953, Page 68

Úrval - 01.04.1953, Page 68
ÚRVAL, «6 ara en um „hugsun“ sé að ræða. Það er ekki nóg með, að hann segi til um hvar bilunin er, heldur getur hann einnig gefið til kynna, hvers eölis hún er. Og þá er það sjálfvirki út- búnaðurinn, sem fylgir öllum stærri gufukötlum. Utbúnaður þessi sér alveg um kyndinguna, gætir þess, að inn komi ná- kvæmlega rétt magn af kolum, vatni og lofti. Mætti segja, að ketillinn hagaði sér eins og dýr sem veit nákvæmlega hverjar fæðutegundir eru holl- ar fyrir það, og hve mikið af hverri. Og ef við ættum að nefna eitthvað ennþá einfald- ara, því þá ekki umferðarljós- in? Ahugamenn um hið dular- fulla í þessum efnum gætu alveg eins sagt, að ljósaútbún- aður þessi gerði sér grein fyrir því er farartæki nálguðust. Og ef umferðaljósin eru líka of erfið til skilnings, þá mætti benda þessum mönnum á raf- magnsöryggin heima hjá þeim sjálfum. Mætti ekki vel segja, að þau höguðu sér eins og þau vissu hvenær skammhlaup verður á straumnum í hús- inu? Ég tala í fullri alvöru. Reyndar fer því fjarri, að ég vilji halda því fram, að ekkert sé merkilegt við reiknisvélarn- ar, taflvélarnar og skjaldbök* urnar, sem ég talaði um. En ég vil aðeins leggja áherzlu á, að þær eru ekkert merkilegri en fjölmargar aðrar vélar, sem heili mannsins hefur upphugs- að; og það er engin ástæða til að ætla, að þær marki tímamót í rannsóknum á hugsanalífinu, frekar en t. d. sjálfvirki katla- útbúnaðurinn og umferðaljós- in. Ég hef aldrei heyrt neinn halda því fram, að rafmagns- öryggi hugsi. Ef einhver gerði það, mundi enginn trúa hon- um; fólk veit of mikið um það, hvernig öryggið rækir hlutverk sitt, til að láta blekkjast í því efni. En rafeinda-reiknisvélam- ar eru leyndardómsfull fyrir- brigði, og því tekst fólki að sannfæra sig um, að þær geti hjálpað til að upplýsa leyndar- dóma af því tagi er snertir sambandið milli líkama og hugsanalífs. Undir þessa sjálfsblekkingu hefur verið ýtt með ýmsum orðtækjum sem notuð eru í sambandi við rafeinda-reiknis- vélarnar. Til dæmis er talað um, að vélinni séu gefin „fyrir- mæli“, þegar útbúnaður hennar er stilltur til lausnar einhverju verkefni, en hinsvegar er sam- bærilegur verknaður, að því er snertir til dæmis sjálfvirku katlana, eða útbúnaðinn sem segir til um rafmagnsbilanir, aldrei nefndur virðulegra heiti en t. d. ,,innstilling“, eða ein- hverju þvílíku. Þegar reiknis- vélin hefur síðan leyst verk- efnið, er talað um lausnina sem „upplýsingar", og það orð leið-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.