Úrval - 01.04.1953, Page 88

Úrval - 01.04.1953, Page 88
SYNDARAR. S a g a eftir Sean O’Faoláin. 'JT’" ANÚKINN leit sem snöggvast á skriftabörnin tvö sem biðu hans, og steig inn í skriftastólinn. Þegar inn var komið leit hann mæðulega yfir ganginn þangað sem tvær raðir skriftabarna biðu sín hvorum megin við stúkuna hjá Föður Deeley, öll grafkyrr eins og styttur, sátu ýmist með bakið upp við vegginn eða hölluðu sér áfram þannig að ljósið frá raf- magnsperunni sem hékk hátt uppi í loftinu féll á bænabækur þeirra. Hvert þeirra mundi fá tíu mínútur hjá Deeley, og það þýddi að hann mundi ekki veita því seinasta syndalausnina fyrr en undir miðnætti. „Enn má maður eiga von á rexinu í kirkjuverðinum," tautaði kan- úkinn og stundi. Hann dró sam- an tjöldin og lyfti hendinni til að taka lokuna frá ljóranum sem hann hlustaði á játning- arnar gegnum. Hann hikaði. Til þess að losa sig við skyndilega ólund og þrjózkutilfinningu fór hann með bæn. Hann fór oft með þessa bæn — styrktarbænina gegn heiftrækninni. Hann hafði minnzt þess að hinum meg- in við Ijórann var komung vinnustúlka sem hann hafði sent heim í fússi síðasta laugar- dag af því það voru liðin fimm ár síðan hún skriftaði seinast og hún virtist ekki taka það vit- und nærri sér. Hann lyfti hend- inni, en hikaði aftur. Og til þess að gera þetta nú enn erfiðara fyrir hann — því það stoðaði ekkert þó hann vissi að meðan hann var þarna í stólnum varð hann að láta sem hann vissi ekki neitt — hafði húsmóð- ir stúlkunnar einmitt verið að upplýsa hann um það inni í skrúðhúsinu, að beztu stígvélin hennar væru horfin. Hann stundi aftur. Hvers- vegna í ósköpunum var fólk að kunngjöra honum slíka hluti? Kærði hann sig um að vita synd- ir skriftabarna sinna? Var játn- ingin gerð honum eða Guði ? Var það . .. ? Hann lét höndina síga. Hann skammaðist sín fyrir þessa gremjutilfinningu og end- urtók bænina. Því næst dró hann lokuna frá, setti lófann að eyranu til að hlusta, og leit á hana þar sem hún sat með spenntar greipar eins og hug- rekki hennar væri lítill fugl sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.