Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 88
SYNDARAR.
S a g a
eftir Sean O’Faoláin.
'JT’" ANÚKINN leit sem
snöggvast á skriftabörnin
tvö sem biðu hans, og steig inn
í skriftastólinn. Þegar inn var
komið leit hann mæðulega yfir
ganginn þangað sem tvær raðir
skriftabarna biðu sín hvorum
megin við stúkuna hjá Föður
Deeley, öll grafkyrr eins og
styttur, sátu ýmist með bakið
upp við vegginn eða hölluðu sér
áfram þannig að ljósið frá raf-
magnsperunni sem hékk hátt
uppi í loftinu féll á bænabækur
þeirra. Hvert þeirra mundi fá
tíu mínútur hjá Deeley, og það
þýddi að hann mundi ekki veita
því seinasta syndalausnina fyrr
en undir miðnætti. „Enn má
maður eiga von á rexinu í
kirkjuverðinum," tautaði kan-
úkinn og stundi. Hann dró sam-
an tjöldin og lyfti hendinni til
að taka lokuna frá ljóranum
sem hann hlustaði á játning-
arnar gegnum.
Hann hikaði. Til þess að losa
sig við skyndilega ólund og
þrjózkutilfinningu fór hann með
bæn. Hann fór oft með þessa
bæn — styrktarbænina gegn
heiftrækninni. Hann hafði
minnzt þess að hinum meg-
in við Ijórann var komung
vinnustúlka sem hann hafði
sent heim í fússi síðasta laugar-
dag af því það voru liðin fimm
ár síðan hún skriftaði seinast
og hún virtist ekki taka það vit-
und nærri sér. Hann lyfti hend-
inni, en hikaði aftur. Og til þess
að gera þetta nú enn erfiðara
fyrir hann — því það stoðaði
ekkert þó hann vissi að meðan
hann var þarna í stólnum varð
hann að láta sem hann vissi
ekki neitt — hafði húsmóð-
ir stúlkunnar einmitt verið
að upplýsa hann um það inni í
skrúðhúsinu, að beztu stígvélin
hennar væru horfin.
Hann stundi aftur. Hvers-
vegna í ósköpunum var fólk að
kunngjöra honum slíka hluti?
Kærði hann sig um að vita synd-
ir skriftabarna sinna? Var játn-
ingin gerð honum eða Guði ?
Var það . .. ? Hann lét höndina
síga. Hann skammaðist sín fyrir
þessa gremjutilfinningu og end-
urtók bænina. Því næst dró
hann lokuna frá, setti lófann að
eyranu til að hlusta, og leit á
hana þar sem hún sat með
spenntar greipar eins og hug-
rekki hennar væri lítill fugl sem