Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 90

Úrval - 01.04.1953, Blaðsíða 90
58 ÚRVAL „Nú. Og hvað mikið meira? Þú veizt að ég get ómögulega gert játninguna fyrir þig.“ „Það er dálítið meira, Faðir.“ „Já, en hvað mikið meira?“ hreytti kanúkinn út úr sér. „Tveim mánuðum meira,“ skrökvaði stúlkan, og hendur hennar flugu sundur eins og hvítir vængir í rökkrinu. Kanúkinn óskaði þess næst- um að hann gæti rofið innsigli skriftastólsins og sagt henni eins og var, að hann vissi ná- kvæmlega hver hún væri, og hvað langt væri síðan hún hefði skriftað; en hann þorði ekki að segja meira en þetta: „Mig grunar, að þú sért að segja ósatt.“ „Ó, Guð minn góður, Faðir, þetta er dagsatt.“ ,,En,“ — kanúkinn sló með fingrunum á sessuna — „það þýðir ekkert að segja mér ann- að en sannleikann. I Guðs bæn- um, barn,“ hann náði aftur valdi á sjálfum sér, „kannski það séu fimm ár?“ „Það eru fimm ár,“ viður- kenndi stúlkan svo lágum rómi að hann heyrði það naumast. Hann varp öndinni léttar. Hann slétti hárið á enninu. Því næst hallaði hann sér nær til að heyra syndir hennar, nær og nær unz eyra hans nam við vírgrind ljórans. „Bamið gott,“ sagði hann í viðvörunartón, „það er langur tími. En, Guði sé lof, þú hefur nú loksins komið aftur. Þú verður að reyna að muna allar — allar — þínar syndir. Leyfðu mér að hjálpa þér. Veslings barnið mitt. Tökum fyrsta boð- orðið.“ En þegar hann heyrði and- köf hennar vissi hann að hann hafði gert skyssu; hún mundi sjá langan lista af brotnum boð- orðum fyrir framan sig og hún mundi draga dul á margar af syndurn sínum til þess að stytta þessa skelfilegu raun. „Ég á við,“ hélt kanúkinn áfram, gramur yfir heimsku sinni, „það er ein aðferðin sem hægt er að nota. Viltu gera játninguna þannig? „Já, Faðir.“ „Jæja þá.“ „Fyrsta boðorðið . . .“ Það kom fát á hana og honum varð ljóst að hún vissi ekki einu sinni hvað fyrsta boðorðið var. „Hefurðu nokkurntíma skróp- að frá messu á sunnudögum?" sagði hann henni til hjálpar, þó að hné hans væru farin að skjálfa af óþolinmæði. „Neinei, aldrei, aldrei á ævi minni.“ „Gott. Hefurðu nokkurntíma blótað? Lagt nafn Guðs þíns við hégóma?“ „Ö, ó, neinei,“ sagði stúlkan skelfingu lostin af því einu að hugsa til þess. „Hefurðu nokkumtíma verið óhlýðin við foreldra þína, valdið þeim óhamingju á einhvern hátt, staðið uppi í hárinu á þeim?“ „Eg á enga foreldra, Faðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.