Úrval - 01.04.1953, Qupperneq 96
94
TJRVAL.
stoðarpresturinn hafði lyft raóti
honum andliti sem var eins og
á engli, en breyttist svo á fáein-
um sekúndum í andlit á beisk-
lunduðum gömlum manni.
„Jæja þá, Faðir Deeley,1'
flýtti hann sér að segja. „Þér
eruð ungur. Ég veit það. En þó
að þér séuð ungur . . .“
„Ég er ekkert ungur,“ sagði
Deeley. „Ég veit hver skylda
mín er. Það er samvizkan sem
ræður. Ég get svo sem setið í
myrkrinu ef þér ætlið að vera
svo lítilmótlegur að........“
„Jæja þá, jæja þá,“ sagði
kanúkinn, veifaði hendinni og
brosti óstyrku brosi. „Við erum
allir gamlir nú á dögum. Reynsl-
an hefur ekkert að segja . . .“
„Kanúki," sagði Deeley alvar-
lega og setti kreppta hnefana á
brjóstið, „þegar ég var í skólan-
um sagði ég oft við sjálf an mig:
Deeley, sagði ég, þegar þú ert
orðinn prestur . . . .“
,,Ó,“ sagði kanúkinn í bænar-
rómi, og andlit hans hrökk sund-
ur í brosi, „gerið það fyrir mig,
ég bið yður, gerið það fyrir mig
að segja mér ekki ævisögu yð-
ar!“
Að svo mæltu sneri hann sér
við og skundaði burt, bar höf-
uðið hátt og kveikti og slökkti
til skiptis á rafmagnsbrosi sínu
framan í skriftabörnin sem hann
þekkti ekkert og hafði aldrei
áður séð. Fyrr en hann vissi af
var hann staddur hjá háaltar-
inu. Kirkjuvörðurinn var uppi
í standstiga fyrir framan það og
hagræddi blómunum undir
morgundaginn. Kanúkanum
kom til hugar að nota nú tæki-
færið og biðjast afsökunar á
drolli aðstoðarprestsins, en
kirkjuvörðurinn hélt áfram að
snúa stórum vasa í hringi, og
loks varð honum ljóst að þessi
litli maður var þegar orðinn ill-
ur út í hann og tafði af ásettu
ráði þama uppi og mundi ekki
koma niður fyrr en hann væri
farinn.
Kanúkinn andvarpaði og gekk
í burtu, og þegar hann var bú-
inn að skrifa nokkur bréf varð
honum ljóst að maginn var
hættur að tilheyra honum og
mtrndi verða út um kvippinn og
kvappinn þangað til í fyrra-
málið, eins og hundur sem hef-
ur sloppið úr byrgi sínu. Þreytt-
ur og mæddur tók hann hatt
sinn og staf og ákvað að fá sér
langa göngu til að róa taug-
arnar.
Þetta var blítt kvöld með
flæðandi tunglsljósi, notalega
rakt, og það sefaði hann að
horfa niður á borgina og sjá
þökin á húsunum sem vom hvít
eins og væri á þeim hrím. Hon-
um var hugarhægra er hann
sneri aftur heim. Áin var á-
sýndum eins og mjólk. Svefn
yfir öllum götum. Hann raulaði
fyrir munni sér og fannst hann
vera sáttur við alla menn.
Klukkur borgarinnar ómuðu
hver til annarar eins og ástvin-
ir, og silfrandi bergmálið tók
undir við þær. Þá heyrði hann