Úrval - 01.04.1953, Page 97
KONUNGLEGAR ÁSTIR
konurödd ofan úr glugga á
steinhúsi einu, og hann sá að
þetta var húsið hennar frú Higg-
ins. Hún var klædd í hvítan nátt-
kjól.
„Þetta er ágæt saga!“ hróp-
aði hún niður á gangstéttina.
„Hah! Hafið þið heyrt annað
eins! Bíddu þangað til ég hitti
kanúkann. Segist hafa verið að
skrifta; ekki nema það þó!
Bíddu bara þangað til ég hitti
nunnumar. Stelpuóf étið þitt!
Þú vesalings aumingja syndari!“
Hann sá telpuna þar sem hún
stóð í hnipri niðri við dyrnar.
„Prú Higgins,“ kveinaði hún,
„það er alveg dagsatt. Kanúkinn
95-
rak mig út aftur. Ég skrökvaði
öllu mögulegu að honum. Eg
varð að fara til Föður Deeley.
Hann hélt mér í hálftíma. Ör
frú Higgins," kveinaði bamið..
„Það er alveg dagsatt.“
„Aha!“ hrópaði frú Higgins.
„Þú ert sveimér góð. Bíddu
þangað til ég segi ...“
Kanúkinn fann að maginn í
honum var aftur stokkinn úr
byrginu. Innýflin þrengdust öll
upp í hálsinn. Hann gekk á
brott.
„Ó, Guð minn góður,“ taufáði
hann. „Miskunnaðu mér. Guð
minn góður! Miskmmaðu mér !‘L
I. Á. þýddi.
m
„Áður en ballið byrjar.“
Iri kom inn í vínstofu, settist við barinn og sagði við þjóninn:
„Einn sjúss áður en ballið byrjar."
Hann drakk úr glasinu, rétti þjóninum það aftur og sagði:
„Annan sjúss áður en ballið byrjar."
„Hvaða ball?“ spurði þjónninn þegar Irinn var að ljúka við
annað glasið.
,Ég hef nefnilega enga peninga," sagði Irinn
— Femina.
★
Elzti maðurinn í bænum átti afmæli og blaðamaður spurði
hann: „Hvað munduð þér gera ef þér gætuð lifað lífinu aftur?"
Gamli maðurinn hugsaði sig um góða stund, svo sagði hann:
,Ég held ég mundi skipta hárinu í miðjunni."
— Courier-Advocate.
★
Og svo var það maðurinn, sem kom til taugalæknisins og
sagði í bænarómi: „Ó, læknir, getið þér ekki klofið huga minn
í tvennt?"
„Hvað segið þér, maður?" sagði læknirinn. „Vitið þér hvað-
hugklofi er?“
„Já, það er maður með tvo ólíka persónuleika — og ég er
svo einmana!" — Magazine Digest.