Úrval - 01.04.1953, Side 101

Úrval - 01.04.1953, Side 101
FLÓTTINN TJR PARADlS 99 sannarlega af skilningi, og Stef- ansen lektor var þakklátur. Hann haf ði glímt lengi við þetta. Þegar Stefansen lektor opn- aði garðshliðið og sá móður sína, smávaxna og dugnaðar- lega, uppi á veröndinni, ákvað hann að segja ekki frá neinu fyrr en eftir miðdegisverðinn. Þegar Stefansen lektor og Stefansen barnakennari höfðu borðað ágætis kjötbollur og rabarbaragraut með rjóma, báru þeir diskana fram í eld- húsið. Stefansen lektor þvoði diskana og Stef ansen barnakenn- ari þurrkaði þá með köflóttri diskaþurrku og hafði bundið aðra framan á sig. Frú Stefan- sen sat í djúpum hægindastól og svaf inni í dagstofunni. Stef- ansen lektor sagði blátt áfram við Stefansen bamakennara: „Ja . . . heyrðu pabbi, ég fer ekki til Grimstad, ég fer einn í gönguferð upp um fjöll.“ Það munaði minnstu að Stef- ansen barnakennari missti fal- legt postulínsfat, hann starði skelfdur í áttina til dagstofu- dyranna. „Ertu orðinn alveg kolvitlaus?" sagði hann lágt. „Jú, víst skil ég þig, en það fer allt í uppnám. Eg ætla mér ekki að segja frá því.“ „Æ-jú! Heyrðu mig pabbi.. .“ „Ég ætla mér ekki að segja frá því,“ hvíslaði Stefansen barna- kennari. Þegar þau höfðu dmkkið kaffi með góðum kökum, fékk frú Stefansen að vita að Stefan- sen lektor hyggðist f ara í göngu- ferð einn síns liðs. Frú Stefansen fór að tala. Stefansen lektor sá að Stefansen barnakennari smeygði sér út um bakdyrnar, út í garðinn. Frú Stefansen sá ekkert nema soninn. Frú Stefansen talaði viðstöðulaust í tíu mínútur. Hún kvað sér vera fullkomlega ljóst hve karlmenn væru ónærgætnir og kvenfólk varnarlaust. Hún spurði ítarlega um hvað væri aðfinnsluvert við hana og Stefansen barnakenn- ara. Hún spurði hvort hann gerði sér Ijóst, að þetta fram- ferði myndi sennilega vekja tortryggni hjá ungfrú Eide. Hún spurði margs og sagði margt. Stefansen lektor fannst ekki þægilegt að hlusta á það. Það særði hann. Hann gekk gegnum garðinn og út á götuna og lagði inn um- sókn um vegabréf á lögreglu- stöðina. Ungfrú Johansen, sem útbjó vegabréfið fyrir lögreglu- stjórann, skrifaði á það sam- kvæmt beiðni hans: Gildir í öll- um löndum. Tous les pays. All countries, og óskaði honum góðr- ar ferðar. Strax daginn eftir fór Stefan- sen lektor með lestinni og sá frú Stefansen og ungfrú Eide verða æ minni, þar sem þær stóðu á brautarpallinum. Frú Stefansen veifaði vasaklút, en ungfrú Eide veifaði með hendinni. Hann varpaði öndinni f eginsamlega og starði hugsandi á litla bæinn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.