Úrval - 01.04.1953, Page 102

Úrval - 01.04.1953, Page 102
100 ÚRVAL sem eftir snmarleyfið myndi um- lykja hann sínum þrönga faðmi og halda honum þar til æviloka. Nokkrum klukkustundum seinna stóð hann í höfuðstaðnum ferða- klæddur og með ferðatösku, fór rakleitt frá brautarstöðinni til Grandhótel og snæddi miðdegis- verð. Hann hafði gaman af að sjá borgina aftur, og brosti þeg- ar honum varð hugsað til náms- áranna og þrenginganna þá. Þau voru nú löngu liðin og hann var með drjúgan skilding í vasan- um. Stefansen lektor hafði þann góða sið að vera sparsamur. Hann eyddi mjög litlu, þegar frá er talið það, sem hann borgaði með sér heima, og auk þess hafði hann erft nokkur þúsund eftir ömmu sína. Hann var önnum kafinn við að útvega sér föt, iandvistarleyfi og heilsa upp á þá fáu kunn- ingja, sem enn voru eftir í borg- inni. Hann heilsaði líka upp á fornu vinkonuna, Júlíu, og bæði voru alvarleg. Á ferðaskrifstof- unni fékk hann allar nauðsyn- legar upplýsingar. Hann keypti uppdrætti og bækur. Sandberg sló á öxlina á Stefansen lektor og hrópaði: „Langt síðan að við höfum sézt, Adonis, ætlar þú til Egyptalands ?“ Snemma á föstudaginn lentu þeir á Kastrup, klukkan tvö á Le Bourget. Sandberg var allvel fjáður kaupsýslumaður. Hann hafði komið til Parísar áður og þóttist þekkja hvern krók og kima í borginni. Stefansen lektor þekkti París af bókum og upp- dráttum, en hann hafði aldrei ferðazt erlendis áður, og eklci heldur mikið heima fyrir. Frakk- ar töluðu óskaplega hratt og ógreinilega. í fyrstu skildu þeir ekki mikið af því, sem Stefansen lektor sagði, en það lagaðist smámsaman, þegar hann talaði hægt. Stefansen lektor fannst sannarlega kominn tími til að hann fengi æfingu í að tala frönsku, sem reyndist vera dá- lítið öðruvísi tungumál en hann hafði lært í skóla. Sandberg hafði útvegað sér herbergi í góðu gistihúsi, og með því að hann var kunnugur þar, fékk hann tvö samliggjandi her- bergi. Stefansen lektor leizt ekki á blikuna þegar hann heyrði verðið, en það gerði raunar ekki mikið til í fáeina daga. Annars var hann þeirrar skoðunar, að hitinn í hitabeltinu gæti varla verið meiri. Sandberg sagði: ,,Við skulum hressa okkur á vín- glasi.“ Þeir tóku sér bíl og höfnuðu í Café Döme. Á vikutíma heimsóttu þeir ó- tal gangstéttaveitingastaði, auk þekktra og óþekktra kaffihúsa, Döme, Rotonde, Deux Magots, Napolitain og svo framvegis, og svo framvegis, og hitinn varð verri. Stefansen drakk þunnt öl og rýndi í uppdrætti og ferða- mannabæklinga. Á hverjum degi tók hann sér far með einhverj- um almenningsvagni. Það var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.