Úrval - 01.04.1953, Side 104

Úrval - 01.04.1953, Side 104
102 ÚRVAL bað hann síðan vingjarnlega en ákveðið að líta á þakherbergi á þriðju hæð, og einnig á annað, sem vissi út að garðinum. Hún sagði, að það væri svalt, því að sólin skini aldrei inn í það. Herbergið var mjög fátæklegt, en leigan lág. Stefansen lektor tók það strax og borgaði fyrir- fram og svitnaði um leið. Eiginmaðurinn, André Dubois, rak veitingasölu á neðstu hæðinni. Frúin fylgdi honum niður og kynnti hann mannin- um, sem rétti honum holduga krumlu yfir barinn og sagði stutt og laggott að það gleddi sig mikið. Stefansen lektor bað um súpu og steiktan fisk og þunnt öl. Hann hugsaði dálítið angurvær til steikta fisksins hennar frú Stefansen, en annars hugsaði hann lítið um frú Ste- fansen, lítið um ungfrú Eide. Með Montmartre sem bæki- stöð, gerði hann daglega vel skipulögð áhlaup á París, minj- ar hennar og leyndarmál. Dag- bókin fylltist. Hann fékk sér aðra bók enn þykkari, og hún fylltist líka. Það eina, sem angr- aði hann var — að tíminn leið svo fljótt. # Síðdegis einn dag, þegar hann kom heitur og þreyttur og ánægður inn í veitingastofu Dubois til þess að fá sér þunna ölið sitt og óbrotinn mat, stóð 25. júlí á almanakinu. Dubois heilsaði honum glaðlega. Jean kom rambandi með súpuna og ölið. Þau þekktu hann nú orðið, Dubois, Jean, frúin og dóttir frú- arinnar og maður hennar. Þau buðu honum inn til sín á sunnu- dögum. Lektor Stefansen var meira að segja orðinn kunnugur fatlaða manninum, sem hamraði danslög á píanóið á kvöldin. Jafnvel gestirnir voru farnir að taka eftir honum. Það voru oftast vingjarnlegir Frakk- ar, sem sátu yfir kaffi og fine. Á kvöldin sat Stefansen yfir kaffibolla og koníakslögg, einn klukkutíma, tvo klukkutíma. Stúlkurnar brostu til hans, heils- uðu honum, ypptu öxlum og hlógu, og dönsuðu við kunnuga og ókunnuga herra á litlu dans- gólfi, sem var innst í langa og mjóa salnum. Þessi alvarlegi maður vildi ekki dansa, bauð ekki upp á glas, kærði sig ekki um annað en að sitja þarna og horfa á, meðan hann drakk kaffi og koníak og reykti pípu við borðið í horninu. Það komu sjaldan Ameríkan- ar þangað, sjaldan nokkur út- lendingur yfirleitt. Veitingastað- urinn var hvorki frægur né al- ræmdur, fáeinir listamenn vöndu komur sínar þangað, en engin stórmenni og engir rónar. Stefansen lektor hafði eignazt samastað, og þessi samastaður var í París Frakkanna, þar kunni hann bezt við sig. Hann mat mikils dugnað og varfærni Frakka, og þeir sem kynnt- ust honum, til dæmis Dubois- f jölskyldan, kunnu mjög vel við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.