Úrval - 01.04.1953, Page 105

Úrval - 01.04.1953, Page 105
FLÓTTINN ÚR PARADlS 103 þennan hægláta og prúða mann. Þeir mátu mikils alvöru hans og iðni. Þeir litu á sig sem heið- virðar manneskjur. Nú, það komu stúlkur í kaffi- húsið á kvöldin; það varð ekki hjá því komizt. En Dubois og kona hans tefldu ekki í neina tvísýnu, það var annað mál. Áttu stúlkumar ekki líka að hafa ein- hvem samastað? Stúlkur, sem ráku iðju sína af varfærni og á viðkunnanlegan hátt? Dubois þoldi ekki skækjur af götunni. Stúlkurnar urðu að vera prúðar í framkomu og sómasamlega klæddar, og þær urðu að stunda iðju sína svo að lítið bæri á. Dubois hafði auga með öllum og gat verið mjög vingjamlegur, en einnig mjög byrstur. Allir bám mikla virðingu fyrir hon- um, jafnvel frúin. Tekjurnar á kvöldin voru ekki sérlega mikl- ar, en þær vom ömggar og gáf u af sér dágóðan hagnað. Dubois og kona hans áttu gamla húsið og vom talin efnuð og mjög heiðvirð hjón. Dóttir þeirra var gift pípulagningamanni sem rak sitt eigið fyrirtæki. Af stúlkunum veitti Stefan- sen þeim Maríu, Georgette og Luciu sérstaka athygli. Hann heilsaði þeim, sagði við þær nokkur orð. Þær sátu oft við borð sem var fast við borð hans. María var eldri systir Luciu, Georgette Maris vinkona þeirra. Lucia minnti hann á Míu í kvennaskólanum, hún var að- eins dekkri og lægri. Hún sendi honum gáskafullt augnatillit og Stefansen lektor sá að hún hafði fallegar tennur og fannst hún ætti ekki heima í kaffihúsinu. Fyrsta ágúst um kveldið sagði Lucia: „Ætlar herrann ekki að drekka eitt glas með okkur?“ María og Georgette ypptu öxl- um og hlógu. Stefansen lektor stóð upp og bað hana að setjast og Jean kom með glas af hvít- víni eftir beiðni Luciu. Stefansen lektor lyfti koníaksglasinu og skálaði. „Nú skulum við dansa,“ sagði Lucia. Fatlaði maðurinn við pí- anóið leit brosandi um öxl þeg- ar Lucia og Stefansen lektor gengu út á dansgólfið. Þar vom þrensgli og mjög heitt. Lucia sagði, að hann dansaði ágæt- lega. „Er yður sama þó að ég panti eitt glas af víni í viðbót?“ sagði Lucia. Jean kom með vínið, dust- aði af borðinu með servíettunni, brosti. Lucia bragðaði á víninu, leit á Stefansen, brosti líka. „Þér ættuð ekki að drekka. svona mikið af víni,“ sagði Ste- fansen lektor. „Ung og falleg stúlka eins og þér ...“ „Finnst yður ég vera falleg?“ sagði hún glaðlega. „Takk, takk. Þér eruð afskaplega elskulegur, herra minn. Ég er alls ekki ung, ég er tuttugu og tveggja. Ég verð bráðum orðin gömul ker- ling.“ „Ég hélt að þér værað ekki nema átián,“ sagði Stefansen lektor. „Én þér ættuð ekki að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.