Úrval - 01.04.1953, Page 109

Úrval - 01.04.1953, Page 109
FLÓTTINN ÚR PARADlS 107 möniiuin í ferðaskrifstofum, fréttastofum og yfirleitt alls- staðar. Ef maður kynni frönsku og ensku og eitt norðurlandamál og hefði gott próf, væri mað- ur á grænni grein. Launin nægðu til að lifa af þeim, en heldur ekki meira. „Ég fer heim eftir hálfan mánuð,“ sagði Stefansen. „Mér þætti gaman að vera hérna leng- ur, en . . .“ Þegar hann kom til Mont- martre klukkan ellefu stóð Lucia við dyrnar á kaffihúsinu. „Gott kvöld, Páll“ sagði hún. „Ætlar þú að koma inn og sitja svo- litla stund? Fá þér snúning?" „Ég held að ég fari beina leið upp,“ sagði Stefansen lektor. „Og leggi mig.“ „Jæja . . . hefur þú fengið nokkra aðra stöðu?“ „Nei.“ „Af hverju komstu ekki i gær og ekki í dag?“ spurði hún. „Ég hafði mikið að gera. Ég var annars í bíó í gær.“ „Ja, það kemur þér einum við. Mér þykir gaman að fara í bíó. Bjóddu mér einhverntíma. Hvað ætlar þú að gera á morg- un?“ Stefansen lektor hafði hugs- að sér að fara með farþega- bát upp eftir Signu. Hann bað hana að koma með sér. * Snemma á sunnudaginn hitt- ust þau hjá kirkjunni og óku í bíl niður að árbakkanum. Stef- ansen lektor hafði verið dálítið áhyggjufullur. En Lucia skar sig á engan hátt úr. Hún var klædd íburðarlausum sumarkjól, sem fór henni vel, næstum eins og venjuleg frönsk stúlka af millistéttun- um. Þeldökk, veikbyggð og ung, ekki laust við að brúnu augun væru dálítið á varðbergi. Mestu réði að hún var ung. Aftur á móti gátu allir séð á augabragði hverskonar manneskja María var, það vissi Stefansen. Sama máli gegndi um Georgette. Þau sátu hvort í sínum stól í fullhlöðnum farþegabátnum og sigldu undir brýrnar og langa, langa leið. Lucia fylgdist með öllu af áhuga, virti fyrir sér fólkið í bátnum og lét það svo eiga sig. „Þetta er geðugt fólk,“ sagði hún lágt. Hún hafði aldrei siglt á Signu fyrr, varla komið niður á árbakkann. Stefansen lektor þekkti í rauninni París- arborg betur en hún. Báturinn sigldi rakleitt til smábæjar nokkurs, þar sem efnaðir Parísarbúar áttu sumar- hús sín. Skammt frá rákust þau á veitingahús og þar borðuðu þau. Margt fólk og hitasvækja. Lengra í burtu fimdu þau við- kunnalegri krá, sem stóð í lauf- ríkum skemmtigarði. Vatnið fossaði úr gosbrunninum og vatnsdreifarar vökvuðu grasið, svo að það var fagurgrænt. Veitingamaðurinn heilsaði Stef- ansen kurteislega og vissi á augabragði hverskonar stúlka Lucia var, en kom þó vingjarn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.