Úrval - 01.04.1953, Page 109
FLÓTTINN ÚR PARADlS
107
möniiuin í ferðaskrifstofum,
fréttastofum og yfirleitt alls-
staðar. Ef maður kynni frönsku
og ensku og eitt norðurlandamál
og hefði gott próf, væri mað-
ur á grænni grein. Launin nægðu
til að lifa af þeim, en heldur ekki
meira.
„Ég fer heim eftir hálfan
mánuð,“ sagði Stefansen. „Mér
þætti gaman að vera hérna leng-
ur, en . . .“
Þegar hann kom til Mont-
martre klukkan ellefu stóð Lucia
við dyrnar á kaffihúsinu. „Gott
kvöld, Páll“ sagði hún. „Ætlar
þú að koma inn og sitja svo-
litla stund? Fá þér snúning?"
„Ég held að ég fari beina leið
upp,“ sagði Stefansen lektor.
„Og leggi mig.“
„Jæja . . . hefur þú fengið
nokkra aðra stöðu?“
„Nei.“
„Af hverju komstu ekki i
gær og ekki í dag?“ spurði hún.
„Ég hafði mikið að gera. Ég
var annars í bíó í gær.“
„Ja, það kemur þér einum
við. Mér þykir gaman að fara í
bíó. Bjóddu mér einhverntíma.
Hvað ætlar þú að gera á morg-
un?“
Stefansen lektor hafði hugs-
að sér að fara með farþega-
bát upp eftir Signu. Hann bað
hana að koma með sér.
*
Snemma á sunnudaginn hitt-
ust þau hjá kirkjunni og óku
í bíl niður að árbakkanum. Stef-
ansen lektor hafði verið dálítið
áhyggjufullur. En Lucia skar
sig á engan hátt úr. Hún
var klædd íburðarlausum
sumarkjól, sem fór henni
vel, næstum eins og venjuleg
frönsk stúlka af millistéttun-
um. Þeldökk, veikbyggð og ung,
ekki laust við að brúnu augun
væru dálítið á varðbergi. Mestu
réði að hún var ung. Aftur á
móti gátu allir séð á augabragði
hverskonar manneskja María
var, það vissi Stefansen. Sama
máli gegndi um Georgette.
Þau sátu hvort í sínum stól
í fullhlöðnum farþegabátnum og
sigldu undir brýrnar og langa,
langa leið. Lucia fylgdist með
öllu af áhuga, virti fyrir sér
fólkið í bátnum og lét það svo
eiga sig. „Þetta er geðugt fólk,“
sagði hún lágt. Hún hafði aldrei
siglt á Signu fyrr, varla komið
niður á árbakkann. Stefansen
lektor þekkti í rauninni París-
arborg betur en hún.
Báturinn sigldi rakleitt til
smábæjar nokkurs, þar sem
efnaðir Parísarbúar áttu sumar-
hús sín. Skammt frá rákust þau
á veitingahús og þar borðuðu
þau. Margt fólk og hitasvækja.
Lengra í burtu fimdu þau við-
kunnalegri krá, sem stóð í lauf-
ríkum skemmtigarði. Vatnið
fossaði úr gosbrunninum og
vatnsdreifarar vökvuðu grasið,
svo að það var fagurgrænt.
Veitingamaðurinn heilsaði Stef-
ansen kurteislega og vissi á
augabragði hverskonar stúlka
Lucia var, en kom þó vingjarn-