Úrval - 01.04.1953, Side 113

Úrval - 01.04.1953, Side 113
FLÓTTINN ÚR PARADlS 111 inn, sá hann að hún stóð fremst í hópnum, með hendurnar nið- ur með síðunum og starði á eftir honum, og hann formælti sjálf- um sér. Síðdegis á sunnudaginn sté Stefansen lektor út úr lestinni í fæðingarbæ sínum. Frú Stefan- sen og Stefansen barnakennari stóðu á brautarpallinum. Stefan- sen lektor var í ferðafötum og með bakpoka. „Nei, en hvað þú ert hraust- legur,“ hrópaði frú Stefansen. „Já, það er f jallaloftið," sagði Stefansen bamakennari. „Það jafnast ekkert á við fjallaloft- ið.“ „Og þú hefur ekki skrifað okkur,“ sagðifrú Stefansen. „Þú kemur seint. Ég beið á stöðinni bæði í gær og í morgun.“ Stefansen lektor var fámáll við kvöldborðið. Jú, hann mundi eftir nokkrum nöfnum frá Jöt- imheimi, minntist á afskekkt sel, miklar vegalengdir, torfærur og erfiðleika, samgönguleysi. Sá varla nokkurn mann ... „Ungfrú Eide kemur á fimmtudaginn,“ sagði frú Ste- fansen. „Þú getur ekki ímynd- að þér, hvað okkur leið vel þarna niður frá. Ég er ekki frá því, að hana langi til að kaupa sumar- húsið," sagði hún íbyggin. „Það em líka tvö herbergi á loftinu. Þau koma sér vel fyrir pabba þinn og mig. Hvað finnst þér? Við spjölluðum dálítið saman, hún og ég. Þið getið fengið efri hæðina hér. Það verður ágætt. Svo verðum við báðar um eld- húsið.“ „Hm,“ sagði Stefansen bama- kennari. „En góði minn, við erum svo góðar vinkonur. Þú hlýtur að skilja, að ...“ „Ég var bara að ræskja mig,“ skaut Stefansen bamakennari inn í. „Ég sagði ekkert ... ætl- aði mér ekki að segja neitt.“ # „Það er ánægjulegt að sjá lektorinn aftur,“ sagði Mía á. mánudagsmorguninn. Tók undir handlegginn á Stefansen lektor og leiddi hann upp að kennara- borðinu. „Æ, sumarleyfið er allt: of stutt. En hvað þér lítið vel út, það veit guð að ..." „Velkominn í þrældóminn," sögðu þær allar tuttugu í takt. „Takk, sömuleiðis,“ sagði Ste- fansen lektor og brosti, án þess að roðna. „Heyrið þið nú, telp- ur ..." „Nei, heyrið þið hvað hann segir, telpurhrópaði Mía. „Kæru ungu stúlkur þá. Jæja ...“ Hann þagnaði, leit yfir bekkinn. Andlit Míu minnti hann svo greinilega á eitthvað. „Augnablik," sagði Stefansen lektor. Hann gekk út og fram ganginn til skrifstofu skólastjór- ans. Hann var lengi þar inni. Hann var rjóður og grafalvar- legur, þegar hann kom aftur inn í bekkinn. Hann lét bækur og skjöl aftur í töskuna og- sagði: „Stúlkur mínar, þið haf- ið frí þessa klukkustund. Ég'
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.