Úrval - 01.04.1953, Page 115

Úrval - 01.04.1953, Page 115
Seigt kjöt gert meyrt. Úr „Reader’s Digest“, eftir Lois Mattox Miller. Með kristölluðu efni, sera lík- ist salti í útliti, er nú hægt að breyta ólseigu rollu- eða belju- kjöti í meyrt kjöt sem hægt er að matreiða eins og Ijúffengasta lamba- eða nautakjöt. Hið virka efni i þessu nýja töframeðali handa húsmæðrunum er jurtaenzým sem nefnist papain og er unnið úr papayamelónu. Almenningur í hitabeltislöndun- um hefur lengi vitað, að eitthvað í safanum úr papayamelónunni gerir seigt kjöt meyrt. Efnafræð- ingum tókst að einangra þetta efni og kom þá í ljós, að það er enzým sem er mjög svipað pep- síni, en það er einn meltingar- vökvinn í maga mannsins. Matreiðslumenn reyndu þessi úrvinnsluefni efnafræðinganna, en með misjöfnum árangri. Einn þeirra var Adolph Rempp, mat- söluhúseigandi í Los Angeles. Eft- ir margra mánaða tilraunir tókst honum að búa til blöndu sem hann tók í notkun, og brátt varð hann kunnur fyrir hina ódýru og ljúffengu kjötrétti sína. Vinir hans hvöttu hann til að setja þennan „mýkir“ (tenderizer) sinn á markaðinn, en ekki varð úr því fyrr en tveir fyrrverandi her- menn, Lloyd Rigler og Larry Deutsch, gengu í félag við hann. Þegar þeir losnuðu úr herþjónust- unni eftir stríðið höfðu þeir báð- ir hug á að stofna til sjálfstæðs atvinnurekstrar, og þegar þeir kynntust hinni ljúffengu og ódýru steik Rempps þóttust þeir eygja nýja framleiðslumöguleika. Þeir héldu auglýsingasýningu á notk- un mýkisins og seldu á einum degi það litla magn sem þeir höfðu framleitt. Þeim var nú ljóst að hér voru miklir sölumöguleikar, en Rigler tók þá ákvörðun sem reyndist af- farasæl. Hann stöðvaði framleiðsl- una í bili. „Við vitum að þetta er gott efni,“ sagði hann. „Nú skul- um við komast að raun um í hverju kostir þess eru fólgnir og hvernig við getum gert það betra.“ Þeir fengu efnafræðing til að efnagreina blöndu Adolphs og gera ýmsar efnafræðilegar til- raunir með efnasambönd hennar. Árangurinn af þeim tilraunum var nýtt efni, lyktarlaust og bragðlaust, sem þoldi að geym- ast án þess að missa eiginleika sína. Þetta er duft, líkt og borð- salt, og handhægt í meðförum. Þeir félagar komust að raun um að þýðingarmikið er að strá duftinu jafnt yfir kjötið sem á að mýkja. Síðan þarf það að standa í stofuhita í hálftíma fyrir hvern sentímetra af þykkt kjötsins. Þeir Framhald á 2. kápusíðu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.