Úrval - 01.09.1953, Page 3
REYKJAVÍK
0
Nr. 6
12. ÁRGANGUR
6. HEFTI 1953
Aldrei hefur mannsandlit komið til okkar
jafnóskemmt aftan úr grárri fomeskju
og andlit Tollund-mannsins.
2000 ára gamait andlii
Grein úr „Novi Libri“,
eftir Palle Lauring.
A£> voru erfiðir tímar í Dan-
mörku fyrir 2000 árum.
Fjórum öldum áður hafði bronz-
öldin í Skandinavíu farizt í flóð-
um, þokum og kulda. Tvennt
hafði bundið endi á þetta blóma-
skeið: Loftslagið breyttist, kald-
ir stormar næddu um strendur
og skóga, vatn flæddi yfir engi
og haga, nautpeningur gat ekki
lengur gengið sjálfala, einföldu
timburhúsin urðu óbyggileg.
Þvert yfir Evrópu sóttu Keltar
fram og rufu hinar fornu verzl-
unarleiðir Dana við Suðurlönd.
Þeir gátu nú ekki lengur keypt
bronz og dýra gullhringi. Hung-
ur og fátækt þrengdi að. Byggð
svæði lögðust í eyði og danskir
útflytjendur leituðu til gjöfulli
landsvæða í suðri; Kimbrar frá
Jótlandi komust alla leið að hlið-
um Rómaborgar.
En kjarni þjóðarinnar þrauk-
aði heima og bauð hinni óblíðu
náttúru byrginn. Bændur reistu
sér hlýrri hús, hlóðu veggi úr
torfi og tyrfðu þökin og hýstu
kýr og geitur í hlýjum húsum
á vetrum. Votur, leirkenndur
jarðvegurinn var erfiður til
ræktunar, en bændur fundu ráð
við því: hjólplógurinn kom til
sögunnar og risti í fyrsta skipti
danska mold. En það þurfti
marga hesta eða uxa til að draga
hann og fáir bændur bjuggu svo
vel. Samhjálp þu.rfti að koma
til, og fyrstu dönsku þorpin
mynduðust.
En þau létu lítið yfir sér —
nokkrir lágir torfbæir í skógar-