Úrval - 01.09.1953, Page 10

Úrval - 01.09.1953, Page 10
8 ÚRVAL Framangreindir möguleikar hafa enn ekki, svo vitað sé, verið reyndir til fullnustu á mönnum, en fyrir liggja skýrsl- ur um að nokkur hluti þeirra hafi verið framkvæmdur, og á stórum spendýrum hafa verið gerðar tilraunir, sem í raun- inni taka af allan efa um að þær séu framkvæmanlegar. Tökum fyrst meyjarfæðing- una. Hún er í sjálfu sér ekki eins mikið undur og nýjung og sumir ætla. Þegar fyrir 20 árum komust menn að raun um, að hægt var að láta al- gerlega ófrjóvguð froskegg og egg úr krossfiskum og ígul- kerjum þroskast og verða að lifandi, heilbrigðum afkvæmum, ef hleypt var á þau tilteknum rafstraum, þau kæld og hituð á víxl eða látin í tiltekna kem- iska upplausn. En það er sitt hvað að koma slíku í kring með egg úr frumstæðum smá- dýrum eða háþroskuðum dýr- um — og mönnum. En þegar árið 1930 reyndi ameríski líffræðingurinn dr. Gregory Pincus að koma í kring meyjarfæðingu með því að „örva“ — ekki frjóvga — kanínuegg. Allar eignuðust kan- ínurnar hraust afkvæmi, sem voru í engu frábrugðin ungum, er fæðast upp á „gamla mát- ann“. Nema að þeir voru allir kvendýr. Það er í sjálfu sér ekkert undarlegt, þó að aðeins fæðist kvendýr við meyjarfæðingu. Það sem ræður því að af- kvæmi verður karlkyns er hin sérstaka gerð litninganna í sæðisfrumunni, ólík litninga- gerðinni í eggi konunnar, og meðan ekki er hægt að fram- leiða karlkyns-gervilitninga til að nota við „örvun“ konueggs- ins, er augljóst, að afkvæmið hlýtur að verða kvenkyns. Svo virðist raunar sem þessi afkvæmi séu nákvæm eftirlík- ing móðurinnar, en um það er þó ekki hægt að fullyrða fyrr en tilraunin hefur verið gerð á konum. Það er að vísu hægt að sjá á kanínuunga eða kvígu- kálfi hvort hann er nákvæm. eftirlíking móðurinnar í útliti, en erfiðara er að ganga úr skugga um andlegt svipmót. Það má m. ö. o. ganga að því vísu, að rauðhærð kona eignist við meyjarfæðingu rauðhærða dóttur, en hvort blíðlynd kona eignast blíðlynda dóttur og skassið skass er enn ekki vit- að með vissu. Uggvænlegast í sambandi við meyjarfæðing- arnar mun þó karlmönnunum finnast tilhugsunin um að kon- urnar skuli geta komizt alveg af án þeirra — og mannað jörðina eintómum skjaldmeyj- um. Athugum næst möguleika konunnar til að eignast hundr- uð barna. Flest spendýr eru þannig gerð, að hver tegund eignast ákveðinn fjölda af- kvæma í hvert skipti, og eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.