Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 15
IÐNVÆÐING BÓKMENNTANNA
13
var skrifað, var mótað af skoð-
unum ritstjórans. En óháðum
blöðum fækkar óðum. Hinn
djarfmælti, sjálfstæði ritstjóri er
senn útdauð manntegund. Eftir
því sem framleiðsluafköstin auk-
ast og upplögin vaxa, fækkar
blöðunum. Blaðahringirnir verða
æ stærri og efni blaðanna æ
meira samhæft. Fréttir, rit-
stjórnargreinar, fyrirsagnir,
teiknimyndasögur, ritdómar og
skrítlur er framleitt með eins-
konar færibandaaðferð og dreift
til f jöldans. Allmargir blaðarit-
höfundar hafa önnur störf jafn-
hliða, fáeinir skrifa það sem
þeim býr í brjósti, en langflest-
ir þeirra, sem skrifa í dagblöð-
in, vikublöðin og tímaritin eru
nafnlausir starfsmenn, sem
skrifa eftir pöntun og fá greidd
laun fyrir.
Það getur því naumast verið
neinum undrunarefni, að þeir rit-
höfundar, sem vinna fyrir kvik-
myndafélög, útvarp og sjónvarp,
eru í rauninni ekki annað en
vél í geysimiklu iðjuveri. Því
að kvikmyndir, útvarp og sjón-
varp urðu ekki til sem sjálfvak-
in og náttúrleg tjáningartæki.
Þau eru afsprengi tækniþróunar
nútímans. Frá upphafi voru þau
skipulögð sem verzlunarfyrir-
tæki, og rithöfundinum hefur
verið falið það hlutverk að vera
einskonar faglærður verkamað-
ur, nauðsynlegur framleiðslunni.
(Ég á hér ekki við höf unda bóka
og leikrita, sem leggja til hrá-
efnið, sem kvikmyndir, útvarps-
og sjónvarpsstendingar eru
byggðar á, heldur hinn launaða
starfsmann, sem umbreytir efn-
inu í samræmi við þarfir iðn-
aðarins).
Það er jafnvel svo komið, að
frelsi bókahöfundarins og leik-
ritaskáldsins er í hættu. Bækur
og leikrit eru sem sé enn fram-
leidd með gömlu handverksað-
ferðinni, ef svo mætti segja. Af
því að erfitt er að beita færi-
bandatækninni á þessu sviði, er
framleiðslukostnaðurinn svo
hár, að ógerlegt er að selja vör-
una í samkeppni við hina vél-
rænu framleiðslu kvikmyndafé-
laganna og útvarpsstöðvanna
(einkum framleiðslu útvarps-
stöðvanna, sem kostar neytand-
ann að því er virðist ekki neitt).
Enda er það svo, að stöðugur
samdráttur hefur um alllangt
skeið verið í leikhúslífinu. Árið
1926 voru 70 leikhús í New York,
og leikin voru um 200 leikrit á
ári. Árið 1951 voru 30 leikhús
starfandi og um 70 leikrit sýnd.
Ferðum leikflokka út um land
fækkar stöðugt. Gömlu leikfé-
lögin eru flest úr sögunni. Upp-
færsla leikrita er svo dýr, að
æ örðugra reynist að afla fjár
til hennar. Sárafáar sýningar
skila hagnaði, og jafnvel þau
leikrit sem ganga vel, gefa að-
eins lítið í aðra hönd. Utgáfu-
kostnaður bóka eykst ár frá ári.
Áður fyrr bar útgáfa sig, ef
1500 eintök seldust af bókinni.
Nú verða að seljast 7500, og
fæstar bækur seljast svo mikið.