Úrval - 01.09.1953, Side 19
IÐNVÆÐING BÓKMENNTANNA
17
ans verði að vernda, jafnvel á
kostnað meirihlutans. Af því
leiðir, að hvert einstakt féiag
reynir ekki aðeins að berjast
gegn öllu því, sem það telur að
vinni gegn markmiði sínu, held-
ur beinlínis að banna það, án
tillits til þess hver áhrif það hef-
ur á tjáningarfrelsið og réttindi
þeirra, sem eru á annarri skoð-
un.
Þannig heimtar kaþólska
kirkjan, að ekki megi sýna árás-
ir á trúarbrögðin og að ekki
megi gefa til kynna viðurkenn-
ingu á fóstureyðingum, hjóna-
skilnuðum eða takmörkun barn-
eigna. Aðrir sértrúarfiokkar
krefjast þess, að viðurkenndar
séu sérskoðanir þeirra á áfengis-
neyzlu, fjárhættuspili og ásta-
málum. Félög uppgjafaher-
manna þola ekkert, sem fer í
bága við hinn sérstaka skilning
þeirra á ættjarðarást. Gyðingar
mótmæla þegar Gyðingur er
sýndur sem óþokki, og negrarn-
ir bregðast eins við þegar um
kynþátt þeirra er að ræða. Það
er tæpast til sá þjóðernisminni-
hluti eða atvinnuhópur, sem
krefst ekki undantekningar fyr-
ir sig. Um þetta segir í siðaregl-
um sjónvarpsins: „Kynþátta-
einkenni og þjóðareinkenni má
ekki sýna í sjónvarpi þannig að
það veki aðhlátur." Hversvegna
ekki ? Sem ákafur baráttumaður
fyrir réttindum hverskonar
minnihluta vildi ég mega benda
á, að jöfn aðstaða í lífsbarátt-
unni og jafnrétti fyrir lögunum
felur ekki í sér undanþágu frá
gagnrýni og aðhlátri. Sá sem
beittur er órétti er ekki endilega
gallalaus. Skopið hefur alla tíð
verið eitt beittasta vopn rithöf-
undarins, og notkun þess hefur
oft knúið fram umbætur á þjóð-
félagi og einstaklingum á sama
hátt og villutrúar-, siðleysis- og
byltingarkenningar hafa leitt til
þess að gamlar siðvenjur hafa
endurfæðzt eða nýjar skapazt.
Ætla mætti, að forráðamenn
þeirra hópa, sem beita þvingun-
um (menn sem oft eru. fulltrúar
fyrir aðeins lítinn hluta þess
hóps, sem þeir segjast veita for-
ustu) gerðu sér ljóst, að allir
aðrir minnihlutahópar, og að
sjálfsögðu einnig rneirihlutinn,
verði að hafa rétt til að gera
sömu kröfur. En þannig er það
ekki. Þeir gera sífellt meiri kröf-
ur, og iðjuhöldarnir, sem óttast
minnkandi sölu, beygja sig fyrir
kröfunum. Hinn fastráðni rit-
höfundur beygir sig einnig —
hann á einskis annars úrkosta.
Vitanlega getur hann sagt lausu
starfi sínu, en það situr alltaf
áhyggjufullur faðir frammi í
biðstofunni og bíður þess að fá
sætið sem losnar.
Vér vitum hvað orðið hefur
um borgararéttindin og listina
í einræðislöndunum. Skoðana-
og tjáningarfrelsið er afnumið.
Rithöfundurinn verður sann-
kölluð hryggðarmynd; hann
missir virðuleik sinn, kjark og
starfsorku, og hugsar um það
eitt að halda lífi með því að