Úrval - 01.09.1953, Síða 21
MÓÐIR JONES
OG KROSSFERÐ BARNANNA.
Úr „Verden í dag“.
AÐ HAFA komið fram marg-
ar einkennilegar persónur
í amerísku verkalýðslirevfing-
unni. Mary Harris Jones er ein
af þeim sérkennilegustu. Hún
var fædd í frlandi árið 1830, en
meðan hún var á bernskuskeiði
fluttust foreldrar hennar búferl-
um til Vesturheims, þar sem
faðir hennar gerðist járnbraut-
arstarfsmaður í Toronto. Þegar
Mary var orðin fullvaxta, gekk
hún í kennaraskóla og kenndi
síðan í fáein ár. Árið 1867 missti
hún mann sinn og f jögur börn
úr gulu, og árið 1871 missti hún
allar eigur sínar í Chicagobrun-
anum mikla. Á þessum þreng-
ingatímum komst hún í kynni
við verkalýðsfélagið „Riddarar
vinnunnar“ og upp frá því helg-
aði hún baráttunni gegn örbirgð
og arðráni alla krafta sína.
Móðir Jones — en undir því
nafni gekk hún meðal amerískra
verkamanna, ekki sízt kvenna
þeirra og barna — var ekki só-
síalisti; hún hafði tæplega neina
sósíaliska sannf æringu, enda þótt
hún kynni vel að meta mannúð-
armarkmið sósíalismans. Það
sem knúði hana áfram var ein-
ungis mannleg meðaumkun og
samhyggð með hinum fátæku
og kúguðu í þjóðfélaginu, sár
gremja yfir þeim órétti er þeir
voru beittir, og ósveigjanlegur
vilji til að neyða þjóðfélagið og
atvinnurekendurna til að bæta
úr ranglætinu.
Móðir Jones var gædd mann-
kærleika Florence Nightingale
og atorku heilagrar Jóhönnu.
I 60 ár starfaði hún streitulaust
fyrir fátæklingana í landi sínu,
og alltaf barðist hún í fylking-
arbrjósti. Hún skipulagði verk-
föll, stjórnaði kröfugöngum og
talaði á fjöldafundum til þess
að vekja stéttvísi amerískra
verkamanna og stjaka við sof-
andi samvizku iðjuhöldanna.
Hún var allstaðar nálæg: meðal
sporvagnstjóranna í New York
og vefnaðarverkamannanna í
Pennsylvaniu, meðal námu-
manna í Colorado og járn-
brautarstarfsmannanna í Idaho.
Og aðferðirnar sem hún beitti
voru jafn furðulegar og óvenju-
legar og þær voru árangursrík-
ar. Eitt sinn safnaði hún saman
hópi námumanna, sem voru
vopnaðir kústum og skrúbbum,
3*