Úrval - 01.09.1953, Page 23
MÓÐIR JONES
21
mannahallir Philadelphiu
byggðust á brotnum beinum
þessara barna, titrandi hjörtum
þeirra og lotnum herðum. Að
þessi litlu börn leggðu líf sitt
í hættu meðan þau væru að
skapa öðrum auð. Að hvorki
þegnar ríkisins né íbúar borg-
arinnar hirtu hót um þetta
ranglæti. Að þeim væri alveg
sama, enda þótt þessi börn
væru borgarar framtíðarinnar.
Embættismenn borgarinnar
stóðu við opna glugga ráð-
hússins. Eg lyfti þessum út-
þrælkuðu börnum hátt yfir höf-
uð fólksins og benti á granna
handleggi þeirra og fætur og
vesaldarlegan líkamann. Þau
voru fislétt.
Eg skoraði á milljónarana,
sem áttu verksmiðjurnar, að
stöðva þessi sálarmorð, og ég
hrópaði til embættismannanna
í gluggunum: Sá dagur kemur,
að verkamennirnir ná ráðhús-
inu ykkar á sitt vald, og þegar
við höfum gert það, mun eng-
um börnum verða fórnað á alt-
ari gróðafíkninnar.
Embættismennirnir voru
fljótir að loka gluggunum, al-
veg eins og þeir höfðu lokað
augum sínum og hjörtum.
Blöðin birtu þau ummæli mín,
að skrauthýsi auðmannanna í
Philadelphiu byggðust á brotn-
um beinum og titrandi hjört-
um barnanna. Blöðin í Phila-
delphiu og New York lentu í
deilum út af þessu. Málið var
rætt í háskólunum. Prestarnir
fóru líka að ræða það. Og það
var einmitt þetta, sem ég hafði
ætlað rnér: að vekja opinberar
umræður um barnaþrælkunina
í iðnaðinum.
Síðan varð aftur hljótt um
málið, og mér varð ljóst, að ég
yrði að vekja þjóðina á nýjan
leik. Eg ákvað að ferðast um
landið með börnin. Eg spurði
nokkra af foreldrunum hvort
ég mætti fá drengina og telp-
urnar þeirra lánuð í svo sem
tvær vikur og lofaði að skila
þeim aftur heilum á húfi.
Foreldrarnir urðu við bón
rninni. Maður að nafni Sweeny
varð foringi „hersins" okkar,
og nokkrar konur og karlar
slógust í förina til þess að
hjálpa mér með börnin. Þetta
fólk var í verkfalli, og ég áleit
að það hefði gott af ofurlítilli
tilbreytingu.
Börnin voru með bakpoka. I
hverjum poka var hnífur og
gaffall, krukka og pjáturdisk-
ur, og svo höfðum við líka með-
ferðis þvottapott, til þess að
elda matinn í á ferðalaginu.
Eitt barnið var með bumbu,
annað með flautu. Það var
hljómsveitin okkar. Á fánana,
sem við bárum, var letrað:
„Við viljum fá fleiri skóla og
færri sjúkrahús.“ „Við viljum
fá tíma til að leika okkur.“
„Aðrir eru ríkir! Hvað erum
við ?“
Við lögðum upp frá Phila-
delphiu, en þar héldum við