Úrval - 01.09.1953, Síða 23

Úrval - 01.09.1953, Síða 23
MÓÐIR JONES 21 mannahallir Philadelphiu byggðust á brotnum beinum þessara barna, titrandi hjörtum þeirra og lotnum herðum. Að þessi litlu börn leggðu líf sitt í hættu meðan þau væru að skapa öðrum auð. Að hvorki þegnar ríkisins né íbúar borg- arinnar hirtu hót um þetta ranglæti. Að þeim væri alveg sama, enda þótt þessi börn væru borgarar framtíðarinnar. Embættismenn borgarinnar stóðu við opna glugga ráð- hússins. Eg lyfti þessum út- þrælkuðu börnum hátt yfir höf- uð fólksins og benti á granna handleggi þeirra og fætur og vesaldarlegan líkamann. Þau voru fislétt. Eg skoraði á milljónarana, sem áttu verksmiðjurnar, að stöðva þessi sálarmorð, og ég hrópaði til embættismannanna í gluggunum: Sá dagur kemur, að verkamennirnir ná ráðhús- inu ykkar á sitt vald, og þegar við höfum gert það, mun eng- um börnum verða fórnað á alt- ari gróðafíkninnar. Embættismennirnir voru fljótir að loka gluggunum, al- veg eins og þeir höfðu lokað augum sínum og hjörtum. Blöðin birtu þau ummæli mín, að skrauthýsi auðmannanna í Philadelphiu byggðust á brotn- um beinum og titrandi hjört- um barnanna. Blöðin í Phila- delphiu og New York lentu í deilum út af þessu. Málið var rætt í háskólunum. Prestarnir fóru líka að ræða það. Og það var einmitt þetta, sem ég hafði ætlað rnér: að vekja opinberar umræður um barnaþrælkunina í iðnaðinum. Síðan varð aftur hljótt um málið, og mér varð ljóst, að ég yrði að vekja þjóðina á nýjan leik. Eg ákvað að ferðast um landið með börnin. Eg spurði nokkra af foreldrunum hvort ég mætti fá drengina og telp- urnar þeirra lánuð í svo sem tvær vikur og lofaði að skila þeim aftur heilum á húfi. Foreldrarnir urðu við bón rninni. Maður að nafni Sweeny varð foringi „hersins" okkar, og nokkrar konur og karlar slógust í förina til þess að hjálpa mér með börnin. Þetta fólk var í verkfalli, og ég áleit að það hefði gott af ofurlítilli tilbreytingu. Börnin voru með bakpoka. I hverjum poka var hnífur og gaffall, krukka og pjáturdisk- ur, og svo höfðum við líka með- ferðis þvottapott, til þess að elda matinn í á ferðalaginu. Eitt barnið var með bumbu, annað með flautu. Það var hljómsveitin okkar. Á fánana, sem við bárum, var letrað: „Við viljum fá fleiri skóla og færri sjúkrahús.“ „Við viljum fá tíma til að leika okkur.“ „Aðrir eru ríkir! Hvað erum við ?“ Við lögðum upp frá Phila- delphiu, en þar héldum við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.