Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 30
28
tTRVAL
njútrónumar mynda kökk, og
umhverfis hann hringsóla elek-
trónurnar líkt og pláneturnar
kringum sólina. Kjarninn í
atóminu er þessi kökkur af
prótónum og njútrónum. Það
sem heldur þessum kekki sam-
an er orka, en þegar þessi
kjami eða kökkur er sprengd-
ur eða klofinn (þ. e. prótónur
eða njútrónur klofnar út úr
honum), losnar nokkuð af
þeirri orku, sem haldið hefur
kjarnanum saman, og það er
þessi orka, sem vér viljum ná
í og hagnýta.
Til þess notum vér úraníum-
atóm, og tækið, sem úrvinnslan
fer fram í nefnist reaktor. I
Englandi höfum við tvo svona
reaktora í Harwell og tvo
í Windscale. I stuttu máli má
segja, að þessir reaktorar séu
hver um sig hlaði af grafít-
blökkum, sem stungið hefur
verið í nokkrum málmstöng-
um. Málmurinn er úraníum.
Af frásögnum af kjamorku-
sprengjum vitum við hvað ger-
ist þegar tvö úranímnstykki
(þau mega ekki vera mjög lít-
il) koma nálægt hvort öðru.
Úraníum er geislavirkt, og
atómkjömum þess gengur erf-
iðlega að halda í allar njú-
trónumar, nokkrar þeirra slíta
sig lausar og fara á flakk. Ef
svona flækingsnjútróna rekst á
annan úraníumkjarna, getur
hæglega komið fyrir, að hún
kvarni út úr honum njútrónur.
Þær taka þá líka á rás, nokkr-
ar þeirra rekast ef til vill á
aðra úraníumkjarna og kljúfa
út úr þeim enn fleiri njútrónur.
Þetta er það sem kallað er
keðjuverkun, og við kjarnorku-
sprengingu gerist þessi keðju-
verkun með svo skjótum hætti,
að hún verður að ægilegri
sprengingu.
En það er ekki slík keðju-
verkun, sem við viljum fram-
kalla í reaktorum okkar. Við
kærum okkur ekki um að þeir
springi í ioft upp. Markmið
okkar er að halda keðjuverkun-
inni í skefjum, þannig að hún
verði hæg og jöfn.
Þessvegna komum við grafít-
blökkum fyrir milli úraníum-
stanganna. Grafítið stöðvar sem
sé heilmikið af flækingsnjútrón-
unum og kemur þannig í veg
fyrir að keðjuverkunin verði
alltof ör. Við getum beinlínis
stjórnað hraða hennar með því
að fækka eða f jölga grafítblökk-
unum. Það er hægt að setja
reaktor í gang með því einu að
f jarlægja nokkrar grafítblakkir,
en það er einnig hægt að gera
það með því að skjóta inn í hann
einskonar „njútrónubyssu“. Inn
í hlaðann er t. d. hægt að stinga
bút af málminum beryllium,
sem áður hefur verið gerður
geislavirkur með radíum.
Geislavirkt beryllum sendir frá
sér njútrónuregn, og inni í
reaktornum fer ekki hjá því að
álitlegur hluti þessara njútróna
rekist á úraníumstengurnar og
þá um leið á kjarnana í úran-