Úrval - 01.09.1953, Side 38
36
ÚRVAL
Negralöndin í Afríku voru
aftur á móti án menningar-
tengsla við aðra kynþætti vegna
eyðimerkurinnar í Sahara, og
Atlantshaf og Kyrrahaf ein-
angruðu Vesturheim. Vér Vest-
urlandabúar lítum menningu
negra og Indíána smáum aug-
um. En arabiskir landkönnuðir
hafa lýst hinum stóru negrakon-
ungsríkjum í Vesturafríku þar
sem listiðnaður úr bronzi og
fílabeini stóð á svo háu stigi,
að hann þolir samanburð við
ítalskan listiðnað á 13. öld.
Menning Indíánanna á háslétt-
um Suðurameríku og Mexíkó
komst á ótrúlega hátt stig í ein-
angrun sinni, og þolir samjöfn-
uð við menningu Rómverja. En
Spánverjar lögðu hana á
skömmum tíma í rústir með
ráni og ofbeldi. Menningarskeið
hafa á liðnum öldum blómstrað
og liðið undir lok, alveg án til-
lits til kynþátta. Var spánska
þjóðin á stórveldistímum sínum
á 15. og 16. öld ekki af sama
kynþætti og sú spánska þjóð,
sem nú er lítilsmetin útkjálka-
þjóð í Evrópu?
Það er ekkert, sem gefur á-
stæðu til að ætla, að Afríku-
maður geti ekki ekið dráttar-
vél eða orðið góður efnafræð-
ingur, af því að hann er negri.
Að sjálfsögðu eru börn í menn-
ingarþjóðfélögum miklu betur
sett en börn í frumstæðum þjóð-
félögum. Vér Vesturlandamenn
ölumst frá bernsku upp við þá
rökvísi, sem segir að tveir og
tveir séu f jórir, vér lærum lög-
málið um orsök og afleiðingu,
og vér lærum hvernig vélar
starfa. Negrastrákur í frum-
skógum Belgísku Kongó verður
fyrst að losa sig úr viðjum anda-
og töfratrúar áður en hann get-
ur lært að skýra fyrirbrigði rök-
rétt og náttúrlega. Alinn upp
í sama umhverfi og hvítur
drengur getur hann orðið vís-
indamaður á borð við George
Washington Carver, andlegur
leiðtogi á borð við Booker T.
Washington eða stjórnmála-
maður á borð við Felix Eboué
fyrrv. landstjóra í frönsku ný-
lendunni í Miðafríku.
Eftir óumræðilegar þjáningar
lauk annarri heimsstyrjöldinni
með ósigri nazismans. Þjóðern-
isjafnaðarstefnan hafði sótt
styrk í kynþáttakenningar sín-
ar, einkum í Gyðingahatrið, og
í nafni þeirra ætluðu þeir að
sameina alla ,,Germani“ í eitt
stórgermanskt ríki. Fall Hitlers
vakti þá röngu trú, að kynþátta-
fordómarnir væru úr sögunni.
En þeir skjóta allsstaðar upp
kollinum, ýmist barnalegir og
úreltir eins og í sænskum
kennslubókum, laumulegir eins
og í Þýzkalandi, pólitískir eins
og í Suðurafríku, tilfundið
stundarfyrirbrigði eins og í
Sovétríkjunum og sem þjóðfé-
lagsböl í Bandaríkjunum. Það er
óhugnanleg staðreynd, að þótt
lýðræðisríkin hafi komið á hjá
sér miklum félagslegum og
efnahagslegum jöfnuði, hefur