Úrval - 01.09.1953, Síða 38

Úrval - 01.09.1953, Síða 38
36 ÚRVAL Negralöndin í Afríku voru aftur á móti án menningar- tengsla við aðra kynþætti vegna eyðimerkurinnar í Sahara, og Atlantshaf og Kyrrahaf ein- angruðu Vesturheim. Vér Vest- urlandabúar lítum menningu negra og Indíána smáum aug- um. En arabiskir landkönnuðir hafa lýst hinum stóru negrakon- ungsríkjum í Vesturafríku þar sem listiðnaður úr bronzi og fílabeini stóð á svo háu stigi, að hann þolir samanburð við ítalskan listiðnað á 13. öld. Menning Indíánanna á háslétt- um Suðurameríku og Mexíkó komst á ótrúlega hátt stig í ein- angrun sinni, og þolir samjöfn- uð við menningu Rómverja. En Spánverjar lögðu hana á skömmum tíma í rústir með ráni og ofbeldi. Menningarskeið hafa á liðnum öldum blómstrað og liðið undir lok, alveg án til- lits til kynþátta. Var spánska þjóðin á stórveldistímum sínum á 15. og 16. öld ekki af sama kynþætti og sú spánska þjóð, sem nú er lítilsmetin útkjálka- þjóð í Evrópu? Það er ekkert, sem gefur á- stæðu til að ætla, að Afríku- maður geti ekki ekið dráttar- vél eða orðið góður efnafræð- ingur, af því að hann er negri. Að sjálfsögðu eru börn í menn- ingarþjóðfélögum miklu betur sett en börn í frumstæðum þjóð- félögum. Vér Vesturlandamenn ölumst frá bernsku upp við þá rökvísi, sem segir að tveir og tveir séu f jórir, vér lærum lög- málið um orsök og afleiðingu, og vér lærum hvernig vélar starfa. Negrastrákur í frum- skógum Belgísku Kongó verður fyrst að losa sig úr viðjum anda- og töfratrúar áður en hann get- ur lært að skýra fyrirbrigði rök- rétt og náttúrlega. Alinn upp í sama umhverfi og hvítur drengur getur hann orðið vís- indamaður á borð við George Washington Carver, andlegur leiðtogi á borð við Booker T. Washington eða stjórnmála- maður á borð við Felix Eboué fyrrv. landstjóra í frönsku ný- lendunni í Miðafríku. Eftir óumræðilegar þjáningar lauk annarri heimsstyrjöldinni með ósigri nazismans. Þjóðern- isjafnaðarstefnan hafði sótt styrk í kynþáttakenningar sín- ar, einkum í Gyðingahatrið, og í nafni þeirra ætluðu þeir að sameina alla ,,Germani“ í eitt stórgermanskt ríki. Fall Hitlers vakti þá röngu trú, að kynþátta- fordómarnir væru úr sögunni. En þeir skjóta allsstaðar upp kollinum, ýmist barnalegir og úreltir eins og í sænskum kennslubókum, laumulegir eins og í Þýzkalandi, pólitískir eins og í Suðurafríku, tilfundið stundarfyrirbrigði eins og í Sovétríkjunum og sem þjóðfé- lagsböl í Bandaríkjunum. Það er óhugnanleg staðreynd, að þótt lýðræðisríkin hafi komið á hjá sér miklum félagslegum og efnahagslegum jöfnuði, hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.