Úrval - 01.09.1953, Side 43
LEYNDARDÓMUR MATA HARI
41
endurholdgun. Marguerite Zelia
var af hreinum hollenzkum ætt-
um, en samt gat enginn efazt
um, að Mata Hari var austur-
lenzk af líkama og sál.
Var hér að verki máttur sjáifs-
sef junar ? Eða er hugsanlegt, að
af því að hún sökkti sér niður
í indversk fræði, lærði tungumál
og dansa þessa dularfulla lands,
hafi hún í rauninni orðið um-
.skiptingu og að hin ráðsetta og
hreintrúaða kona, sveitaleg í
hugsunarhætti, hafi, eins og fag-
urt fiðrildi sem hefur sig til
flugs upp úr púpuhýði sínu,
breytzt í duttlungafulla daðurs-
drós og undurfagran túlkanda
hinna helgu dansa Siva?
Hverra bragða sem hún neytti
til að koma þessari breytingu
í kring, þá átti hún sér vissu-
lega stað.
Eftir fyrsta sigurinn í Musée
Guimet, varð hún fljótlega mest
dáð af öllum stjörnum hinnar
glaðværu borgar. Kaupsýslu-
menn, diplómatar, stjórnmála-
menn, prinsar og jafnvel ríkj-
andi konungar, skunduðu á fund
hennar, hlaðnir gjöfum og tign-
armerkjum, sem þeir lögðu að
fótum hennar fyrir eitt bros,
eitt orð af vörum hennar, eða
nokkrar stundir af dýrmætri
hylli hennar. Enginn hafði tölu
á ástmönnum hennar, sem voru
af ýmsum stigum.
Ég sá Mata Hari aftur í kvöld-
"boði hjá sendiherra Chile, þar
sem hún dansaði nokkra af hin-
um undurfögru ljóðdönsum sín-
um. Sveipuð safronlituðum slæð-
um, með tvær háifkúlur úr gulli,
settar gimsteinum, fyrir brjóst-
unum, dansaði hún löngunarfull
eftir tónlist, sem samin hafði
verið sérstaklega fyrir hana.
Og svo fullkomin var túlkun
hennar á dönsum Indlands, að
jafnvel indverskir stúdentar létu
blekkjast og trúðu því, að hún
væri indversk musterismær.
I þetta skipti veittist mér sú
ánægja að vera kynntur fyrir
Mata Hari eftir sýninguna, og
seinna komst ég í tölu vina
hennar. Hún, sem hafði komið
óþekkt og félaus til Parísar, til
að losna undan harðstjórn
manns síns, bjó nú í fallegu húsi
við Champs-Elysées, átti gim-
steina og vagna og hafði þjóna
á hverjum fingri.
Mata Hari var vissulega und-
arleg og torskilin kona!
Ég minnist veizlu, sem hald-
in var til heiðurs henni í höll
hertogatrúarinnar af E . .. . Að
loknu borðhaldinu, lyftust hin
þungu, purpurarauðu tjöld, sem
þiljuðu af hluta salarins, og á
bak við þau birtist Mata Hari,
krjúpandi í auðmýkt frammi
fyrir ferlegu skurðgoði úr
bronzi.
Eins og af ómótstæðilegri
hlýðni við kall flautunnar og
lúðranna í hljómsveitinni að
tjaldabaki, fór hægur, stöðugur
titringur um allan líkama henn-
ar. Eins og öldur eða gárur virt-
ist hann renna undir húðinni,
allt frá tinnusvörtu, gljáandi
6
\ '