Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 47

Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 47
GOOGOL OG GOOGOLPLEX 45 gangi dag einn úti í skógi með níu ára gömlum frænda mín- um, Milton Sirotta, og ég bað drenginn að stinga upp á nafni á þessa geypilegu tölu. Ég hafði notað hana árum saman án þess að hafa nokkurt nafn á henni. Ég sagði: „Einn með hundrað núllum fyrir aftan er mikilsverð tala. Finndu nafn handa henni fyrir mig.“ Ég lofaði að nota það nafn, sem hann stingi upp á, og hann kom með googol — án nokkurrar sér- stakrar ástæðu. Ég varð að halda loforðið, svo að nú er ég búinn að notast við orðið goog- ol í tuttugu ár. I sama skipti færði hann mér nafn á enn þá stæri tölu, nafnið googolplex. Googolplex er svo stórkost- leg tala, að erfitt er að gera sér hana í hugarlund. Googol- plex er einn — ekki með hundr- að núllum — heldur með googol núllum fyrir aftan sig. Á máli stærðfræðinnar er googolplex tíu í googolta veldi. Googolplex er auðvitað miklu stærri tala en googol. Hún er stærri en googol sinn- um googol. Googol sinnum googol er einn með tvö hundr- uð núllum fyrir aftan sig, en googolplex er, eins og ég sagði áðan, einn með googol núllum á eftir. Til þess að skrifa þessa tölu nægði ekki tafla jafnstór og jörðin, jafnvel tafla, sem næði héðan til stjarnanna, mundi ekki nægja. Þessi stór- kostlega tala kemur við sögu í líkindareikningi og skyldum greinum. Ef ég held til dæmis á bók í bandi, þá togar þyngd- araflið bókina niður á við; hve lengi skyldi ég þurfa að bíða þess að bókin kærni upp? Mundi hún nokkurn tíma koma upp? Jú, reyndar! Ástæðuna má finna í eðlis-efnafræðinni, einni grein aflfræðinnar og líkindareikningum. Mólekúl eru sífellt á ferð og flugi, og móle- kúl loftsins umhverfis bókina eru sí og æ að rekast á hana. Nú sem stendur heldur móle- kúlaskothríðin að ofan þeirri að neðan í jafnvægi, svo að þyngdaraflið fær að fara sínu fram óáreitt. Maður verður því að bíða hagstæðari tíma. Þá mundi stórkostiegur fjöldi mólekúla rekast á bókina að neðan, en aðeins örfá að ofan. Mér telst svo til að sennileiki þess að þetta gerist sé ein- hversstaðar milli 1/googol og 1/googolplex. Maður þarf því ekki annað en bíða í googol- plex ár, einhverntíma á þeim tíma gerist kraftaverkið: bók- in stígur upp á við í stað þess að falla. Þegar fjallað er um elekt- rónur eða líkur eins og hér á undan er þörf stórra talna. Ég hygg að nytsamlegt sé að hafa nöfn; þau hjálpa manni til að tala og kenna. Stærstu tölur, sem almenningur nefnir, eru milljón og billjón. Tökum dæmi: hve auðugur var Rocke- feller? Hann var eiginlega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.