Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 52

Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 52
50 ÚRVAL, Af frásögnum um Marie Du- plessis má ætla, að hún hafi lent á glapstigum meira fyrir áhrif félagslegs misréttis þeirra tíma og vegna persónulegrar ógæfu, en vegna alvarlegs skapgerðar- galla. Frá bernsku sinni á hún engar bjartar minningar. Móð- ur sinnar minnist hún aðeins sem konunnar er klæddi hana og föður sinn nefnir hún aldrei. Hann hét Marin Plessis og hafði komið sem ferðalangur til Non- ant þar sem hann hitti 26 ára gamla sveitastúlku; henni urðu á þau örlagaríku mistök að gift- ast honum. Þau eignuðust tvær dætur, og dó móðirin meðan þær voru börn. Fyrst önnuðust ná- grannarnir dæturnar, en þegar faðirinn tók eftir að Marie ætl- aði að verða falleg stúlka, krafð- ist hann þess að fá að ,,taka hana í sína umsjá“. Það gerði hann líka á sinn hátt: þegar hún var 14 ára seldi hann hana öldruðum saurlífssegg. Seinna fór hann með dótturina til Par- ísar, að öllum líkindum í svip- uðum erindagjörðum. En það vildi Marie til láns, að hann dó fljótlega. Hún gerðist fyrst saumakona og lagði síðan stund á fleiri störf. En hún var falleg og hafði um engan að hugsa nema sjálfa sig. Og því fór eins og oft vill verða: eftir nokkur ár er hún komin í hóp þeirra lauslætiskvenna, sem hafa opið hús og aka í vögnum um Boulogneskóginn. Þegar Dumas hitti hana býr hún við' Boulevard de la Madeleine, að- allega fyrir náð aldraðs vellauð- ugs greifa að nafni Stackelberg. Samband hennar við Stackel- berg greifa, sem lýst er bæði í skáldsögunni og leikritinu, hafði raunar á sér nokkurn róm- antískan blæ. Marie hafði kynnzt honum á þýzku heilsu- hæli þar sem hún dvaldi vegna brjóstveiki, sem þjáði hana, og þar sem hann var einnig með veika dóttur sína. Dóttirin dó og faðirinn var yfirbugaður af sorg. Dag nokkurn mætir hann Marie í garðinum. Hann starir hvumsa á hana. Hún er næstum lifandi eftirmynd hinnar látnu dóttur hans. Það tekst vinátta með þeim og greifinn gerir ár- angurslausar tilraunir til að leiða Marie inn á vegi dyggðar- innar með því að leigja handa. henni íbúð, leggja henni til fast- an framfærslueyri og fylgja henni eins og tryggur varðhund- ur. Viðleitni hans bar þó lítinn árangur. Þannig var hin raunverulega Kamelíufrú þegar Alexandre Dumas hitti hana. Hún var fall- eg stúlka á glapstigum, með ömurlega fortíð að baki sér og skugga erfiðs sjúkdóms fram undan. Allt er þetta bæði í sög- unni og leikritinu, og virðist Dumas hafa fylgt veruleikanum býsna nákvæmlega mitt í allri rómantíkinni. Eftir fyrstu samfundi þeirra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.