Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 58
56
tTRVAL
I tvö ár stritaði hinn ungi
innflytjandi við teikniborð og
rennibekki, og á meðan gekk á
sjóð og tiltrú stuðningsmanna
hans. En eitt sinn er hann
var á leiðinni til Washington
með járnbrautarlest á fund,
sem átti að ákveða hvort
halda skyldi áfram tilraunun-
um eða ekki, komst hann að
endanlegri niðurstöðu. I stað
pappamótsins yrðu að koma mót
úr hörðum málmi, er kæmu í
snögga snertingu við bráðna
málmblöndu, sem letrið mótað-
ist úr.
Tvö ár liðu í viðbót, og á þeim
tíma urðu miklar framfarir.
TJtgefendur New York-blaðsins
„Tribune", „Washington Post“
og fleiri útgáfufyrirtækja sáu
fram á góðan árangur tilrauna
Mergenthalers og keyptu hluti
í fyrirtækinu.
Tíu árum eftir að þeir Cleph-
ane hittust fyrst, settist Merg-
enthaler eins og áður segir við
„stjórnvölinn" á verkfæri, sem
var það lengsta skref, sem mað-
urinn hafði á þeim tíma stigið í
þá átt að skapa „skynsemi“
gædda vél. Hver einstakur
hnappur á SO-stafa „borði“ vél-
arinnar, er líktist mest ritvélar-
borði, var í sambandi við lóð-
rétta rennu fulla af stafamót-
um, er hrundu niður þegar
stjórnandi vélarinnar studdi á
hnappana og mynduðu línu á
lengd við blaðadálks breidd.
Stafamótalínan fór svo inn í
vélina og lagðist að móti er í
var rifa af sömu lengd og þykkt
og línan átti að vera, en bráð-
inn steypumálmur spýttist gegn-
um rifuna og fyllti stafamótin
og rifuna; var þá fengin letur-
lína af réttri lengd, hæð og
breidd. Þegar línan hafði
steypzt, tók þar til gerð lyfta
við stafamótunum og lyfti þeim
upp fyrir efra opið á rennunum,
en þar runnu þær eftir ás með
skerðingum, er samsvöruðu
tönnum og skörðum á mótunum,
svo að hvert féll í sína rennu.
Lína eftir línu steyptist á þenn-
an hátt af miklum flýti.
Kostirnir við Linotypevéíina
voru ekki aðeins stórkostlegur
vinnusparnaður, heldur leiddi
líka af henni að hægt var að
leggja niður langar raðir af
setjarapúltum og mörg tonn af
slitnu letri. I jafnstóru húsnæði
og þurfti við setningu á 8 síðna
dagblaði, var nú hægt að setja
tíu sinnum stærra blað. Blaðið
„Tribune" var bráðlega búið að
koma upp hjá sér 12 Linotype-
vélum og önnur blöð höfðu bráð-
lega sent pantanir á 100 vélum.
Byltingin var hafin.
I byrjun virtist vélin ætla að
valda vinnudeilum. Verkföll
stöðvuðu uppsetningu á vélum.
Formælandi samtaka prentara
í New York staðhæfði, að „tæki
þetta myndi svifta prentara 90%
af atvinnu þeirra.“
Spádómur þessi var hrakinn
á eftirminnilegan hátt. Brátt
færðist svo mikill vöxtur í
prentiðnina, að fleiri prentarar