Úrval - 01.09.1953, Side 59
FURÐUVÉL MERGENTHALBRS
5 T
voru ráðnir fyrir hærra kaup
og með styttri vinnutíma, því
dagblöðin stækkuðu og ný hófu
útkomu. Tiltölulega fáir lesend-
ur höfðu efni á að borga 3 sent
— sem jafngilda 15 sentum eða
meiru í dag — fyrir hin ómerki-
legu blöð í kringum 1880. En
Linotypevélin gerði dagblöðun-
um kleift að stækka brotið,
fjölga síðum og lækka verðið
jafnframt niður í 1—2 sent, og
þá jókst kaupendafjöldinn ört.
Þegar Mergenthaler smíðaði vél
sína, var samanlagður eintaka-
f jöldi dagblaða í Bandaríkjunum
3 millj. 600 þús.; einni kynslóð
síðar var dagleg sala blaða þar
í landi 33 millj. eint.
Mergenthaler sá galla á fyrstu
vél sinni, þeirri, sem hann smíð-
aði 1886, Hann vildi stöðva söl-
una þar til hann væri búinn að
gera vélina jafngangvissa og
endingargóða og úr. Þegar for-
stjórar hlutafélagsins lögðust á
móti honum, hótaði hann að
fara. Clephane kom á sáttum
á þeim grundvelli, að uppfinn-
ingamaðurinn seldi hluti sína, en
héldi samt rétti sínum til ágóða-
hluts af einkaleyfinu og hefði
rétt til að stofna eigið verk-
stæði til að vinna að endurbót
vélarinnar.
Mergenthaler vann af miklu
kappi og 1889 var hann búinn
að skapa fljótvirkari og næstum
óslítandi völundarsmíð, sem í öll-
um aðalatriðum er sama vél og
setur 80% af lesmáli því, sem
lesið er í heiminum í dag. Þessa
vél seldi hann Linotypefélaginu
með nýjum samningi.
Hið mikla kapp, sem Merg-
enthaler lagði á að skapa lýta-
lausa vél, gerði hana vélfræði-
lega mjög fullkomna, en hin
margbrotna vél varð of dýr
fyrir flesta aðra en stórútgef-
endur. Útlitið fyrir framleið-
endurna, sem voru búnir að
leggja í gífurlegan kostnað og
áttu að því er virtist í vændum
mjög takmarkaðan markað fyr-
ir vél sína, var því miður glæsi-
legt. En forseti hlutafélagsins,
Philip T. Dodge, kom þá með
uppástungu, sem var algert ný-
mæli. „Hví skyldum við ekki
selja vélarnar á leigu með skii-
yrðum sem smærri útgefendur
geta uppfyllt?“ sagði hann.
Þetta dugði. Brátt tóku mörg
smáborga dagblöð að hefja út-
komu. Um aldamótin voru 8000
Linotypevélar starfandi.
Lækkun setningarkostnaðar
leiddi af sér að margskonar
tímarit fyrir alþýðu og heimili
hófu útkomu, einnig tímarit um
allskonar sérfræðiefni. Bókaút-
gefendur, sem áður höfðu orð-
ið að takmarka útgáfu sína að
mestu við nokkur sígild rit og
skólabækur, færðu nú út kví-
arnar og fóru að gefa út skáld-
sögur, ævisögur og bækur, um
verkleg fræði. Bókasöfn marg-
földuðust að tölu og stærð. Og
hundraðstala ólæsra innan
Bandaríkianna lækkaði úr 17
niður í 5.
Áhrif Linotypevélarinnar