Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 66
Hin ótrúlega saga indverska fakírsins
Kuda Bnx, sem með áralangri þjálfun
lœrði að lesa án þess að nota augun.
Grein úr ,,Argosy“,
eftir Boald Dahl.
HJIJKRUNARKONAN kom
inn í herbergi læknisins og
hélt á smáböggli. Á hæla henni
kom maður, brúnn á hörund og
svarthærður.
„Þetta er herra Kuda Bux,“
sagði hjúkrunarkonan. Læknir-
inn horfði í augu mannsins, sem
voru kolsvört og skær. Lithimn-
an var svo dökk, að það var
ógerningur að greina hana frá
augasteininum í miðju, og þessi
stóri, svarti augasteinn um-
kringdur hvítunni, orkaði ein-
kennilega á mann.
„Hjúkrunarkonan segir mér
að þér getið séð, án þess að
nota augun.“
„Já“, sagði maðurinn, blátt
áfram.
„Og þér óskið eftir að ég bindi
fyrir augun á yður?“
„Já, ef þér vilduð vera svo
góður.“
„Jæja, mér er sama þó að ég
geri það. Hafið þér deig við
höndina, hjúkrunarkona ?“
„Já, það er héma.“
„Er yður nokkuð illa við þó
að ég leggi deig yfir augun á
yður? Það er hættulaust og
kemur í veg fyrir að maður sjái
nokkurn skapaðan hlut.“
„Mér er alveg sama.“
„Setjist þér þá héma, hallið
höfðinu og lokið augunum."
Læknirinn lagði deigið yfir
lokuð augu mannsins og þrýsti
þétt á það. Deigið náði yfir
brúnir augnatóftanna, þannig
að augun voru alveg innsigluð.
Því næst lagði læknirinn
þykkan bómullarþófa yfir deig-
ið og þar yfir þrefalda eða fjór-
falda sáragrisju. Síðan tók hann
fjögra þumlunga breitt sára-
bindi og vafði því margsinnis
um höfuð mannsins, til þess að
ekkert haggaðist. Hjúkrunar-
konan festi umbúðirnar með
prjónum. Læknirinn gekk nokk-
ur skref aftur á bak og leit yfir
verk sitt.
„Náið í tvö bindi í viðbót.“
„Tvö í viðbót?“
„Já.“
Hann vafði þessum tveim
bindum þétt um höfuð manns-
ins. Þegar hann var búinn að
því, var efsti hluti andlits Kuda
Bux hulinn margföldum sára-
bindum, að undanteknu smá opi