Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 67
HIN FURÐULEGU AUGU FAKlRSINS
65
yfir nösunum, svo að hann gæti
andað.
„Jæja, vinur minn,“ sagði
læknirinn, ,,nú getið þér hjólað
um borgina eins mikið og þér
viljið. En ég mundi fara varlega
í umferðinni, ef ég væri í yðar
sporum.“
„Eg er yður rnjög þakklátur,
læknir,“ sagði Kuda Bux. Hann
reis á fætur, hneigði sig fyrir
lækninum og hjúkrunarkonunni
og gekk til dyranna. „Þér skul-
uð ekki hafa áhyggjur út af um-
ferðinni. Ég sé ágætlega.“
Áður en læknirinn hafði áttað
sig, var maðurinn horfinn. Hann
gekk hratt eftir þröngum
sjúkrahúsganginum og niður
stigann, og loks út um aðaldym-
ar, út í sólskinið. I garðinum
stóð reiðhjól hans með tveim
stórum auglýsingaspjöldum,
sem á var letrað:
Kuda Bux, maðurinn sem sér
án þess að nota augun.
Sýnir í kvöld, klukkan 7,30
í fjölleikaliúsinu.
Blaðamaður nokkur beið hjá
hjólinu, ennfremur leikhússtjór-
inn, feitur maður með harðkúlu-
hatt. Nokkrir sjúklingar stóðu
á svölum sjúkrahússins og
horfðu þöglir á það sem gerðist.
Kuda Bux kastaði kveðju á þá
sem biðu, skýrði blaðamannin-
um frá því sem læknirinn hafði
gert, sté á bak reiðhjólinu og
hjólaði inn í umferðaþvöguna.
Það var einkennileg sjón að
sjá þennan bláklædda hjólreiða-
mann með sárabindi fyrir and-
litinu. Brátt var hópur af strák-
um farinn að elta hann. Vegfar-
endur staðnæmdust og horfðu
steinhissa á þetta furðuverk.
Öttaslegnir bílstjórar viku til
hliðar, og margir hægðu ferð-
ina og héldu á eftir honum,
þannig að innan skamms hafði
myndast löng fylking. Alltaf
fjölgaði börnunum sem eltu
hann. Lögregluþjónar á gatna-
mótum gerðu litlar tilraunir til
að stöðva hann, en hann hló
einungis, veifaði til þeirra og
hjólaði áfram.
Um kvöldið voru öll sæti í
fjölleikahúsinu uppseld.
Þessi lýsing á komu Kuda
Bux til Manchester í Englandi
gæti átt við margar aðrar borg-
ir og bæi, sem hann heimsótti
á ferðalagi sínu um landið. Að-
ferð hans var næstum alltaf
eins, og vakti ávallt stórkost-
lega athygli. Og það sem var
meira um vert: Læknastéttin
fór að fá áhuga á fyrirbrigð-
inu.
Þrír frægir læknar tóku að
sér að rannsaka Kuda Bux í
London, þegar hann hafði lokið
sýningarferð sinni. Þeir voru:
Edward Andrade, prófessor í
eðlisfræði við Lundúnaháskóla;
dr. I. G. Porter Phillips, for-
stöðumaður Bethlehem Royal
Hospital og dr. C. Jennings
Marshall, skurðlæknir við Char-
ing Cross sjúkrahúsið.
Þessir þrír menn rannsökuðu
Kuda Bux eins nákvæmlega og
þeir höfðu vit á. Þeir lögðu deig