Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 70

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 70
68 ÚRVAL beita huganum. Sérhver maður hefur tvær vitundir, meðvitund og dulvitund. Dulvitundin er á- kaflega miðmögnuð, en meðvit- undin, sem allir nota, er dreifð og reikul. Hún er sífellt að f jalla um þúsund hluti, hluti, sem þú sérð í kringum þig eða ert að hugsa um. Þess vegna verður þú að læra að einbeita henni, þannig að þú getir séð aðeins einn hlut, og alls ekkert annað. Ef þú stundar æfingarnar af kostgæfni, ættir þú að geta, eftir svo sem fimmtán ár, ein- beitt huga þínum, meðvitund þinni, að hverjum þeim hlut sem þú kýst, í þrjár og hálfa mínútu að minnsta kosti.“ Þannig mælti yoginn. Og svo hóf ég æfingarnar. Á hverju kvöldi sezt ég niður, loka augunum og einbeiti huganum að andliti þeirrar manneskju, sem mér þykir vænst um — en það er bróðir minn. Ég reyni að sjá andlit hans fyrir mér. En jafnskjótt og hugur rninn tekur að reika, hætti ég æfing- unni og bíð til næsta kvölds; því að þegar hugurinn fer að reika, er það merki [þess, að hann er þreyttur og þarfnast hvíldar. Þegar ég hef æft mig dag- lega í hálft þriðja ár, get ég einbeitt huganum algerlega að andliti bróður míns í rúmar tvær mínútur. Mér er að fara fram. En þá skeður dálítið einkenni- legt. Æfingarnar valda því að ég missi lyktarskynið; og ég hef ekki fengið það aftur enn þann dag í dag. Svo neyðist ég aftur til að fara að vinna fyrir mér. Ég fer frá Hardawar og held til Kalk- útta. Þar sýni ég venjuleg töfra- brögð, en hætti þó ekki við æf- ingarnar. Og dag nokkurn ferð- ast ég til Dacca í Austur- Bengal, og er viðstaddur þegar maður nokkur er að sýna hvern- ig hann geti vaðið eld. Eftir sýn- inguna skorar töframaðurinn á áhorfendurna, að einhver skuli leika þetta eftir lionum. Eg og þrír aðrir bjóðast til að gera það. Ég er síðastur. Hinir þrír skaðbrenna, sig og áhorfend- ur hlæja, þegar röðin kemur að mér. Ég reyni að muna lexíurn- ar mínar. Ég einbeiti huganum að einum hlut: að eldurinn sé kaldur. Þessi eldur er kaldur, segi ég við sjálfan mig. Hann brennir mig ekki. Ég einbeiti huganum svo mjög, að ég sé ekkert nema eldinn og að eld- urinn sé kaldur. Og sjá, ég geng yfir hann og ég brenni mig ekki.“ (Nokkrum árum seinna fór Sálarrannsóknarráð Lundúna- háskóla þess á leit við Kuda Bux, að það mætti láta fara fram nákvæma rannsókn á hæfileika hans til að vaða eld. Hann veitti samþykki sitt til þess, og sýning var haldin á grasflöt í einkagarði einum í Carshalton í Surrey. Brezka læknablaðið birti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.