Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 71
HIN FURÐULEGU AUGU FAKlRSINS
69
seinna nákvæma lýsingu á at-
burði þessum. Þar segir: Gryfj-
an var 25 fet á lengd, sex fet á
breidd og níu þumlunga djúp .. .
sjö smálestir af eikarhnyðjum,
ein smálest af brenni, tíu vætt-
ir af viðarkolum, 45 lítrar af
steinolíu og 50 dagblöð var not-
að til eldsneytis. Bálið var
tendrað kl. 8,20 f. h. . . . Kl. 2,30
e. h. var glóðin orðin jöfn
grassverðinum (níu þumlunga
djúp), hitinn var mjög mikill
og þeir sem sköruðu í eldinn
urðu að vera með hlífðargler-
augu . . . Stormur var og olli
hann því, að viðarkolaglóðin
var nærri hvítglóandi . . . Kl. 3
e. h. athugaði Plannet prófess-
or fætur Kuda Bux, mældi liita
þeirra (34° á C.) og gat þess,
að þeir væru mjög kaldir . . .
Ekki varð séð að neinu hefði
verið roðið á fæturna . . . Fæt-
urnir voru þvegnir . . . Húðin á
fótunum var mjúk og laus við
þykkildi . . . Plannet prófessor
límdi litla heftiplástursræmu á
ilina á hægri fæti Kuda Bux . . .
Kl. 3,14 e. h. sté Kuda Bux út
í gryf juna ... gekk f jögur skref
... Hann var 4 y2 sek. í gryf junni
... Plannet prófessor mældi hita
fótanna 10 sekúndum seinna og
reyndist hann hafa hækkað ör-
lítið (34,4° á C.) ... Plásturinn
hafði ekki sviðnað og fætur
mannsins voru alheilir . . . Yf-
irborðshiti glóðarinnar var rúm-
ar 430° á Celsíus . . . Þegar
Kuda Bux hafði gengið yfir eld-
inn í annað sinn, fór lækna-
stúdent einn, Digby Moynagh,
úr skóm og sokkum og sté út
í gryfuna, tók tvö fljót skref
. . . 2,2 sekúndur . . . Hann
brenndist illa, það blæddi úr
tveim brunablöðrum og hann
varð að fá læknishjálp . . .).
„Auðvitað," hélt Kuda Bux
áfram, „fann ég til æsings þeg-
ar ég óð eldinn í fyrsta skipti.
„Nú er hann að koma,“ sagði ég
við sjálfan mig. „Nú er máttur-
inn að koma.“ Og ég man alltaf
eftir öðru, sem gamli yoginn í
Hardawar sagði mér: Sumir
helgir menn hafa öðlast svo
mikinn einbeitingarhœfileika,
að þeir hafa getað séð, án þess
að nota augu líkamans. Ég
minntist þessara orða og ég
þráði að öðlast þennan hæfi-
leika. Og þegar mér hafði tek-
izt að vaða eldinn, ákvað ég
að einbeita mér að þessu eina
majkmiði: að sjá án augna.
Eg held æfingunum áfram,
en nú með öðrum hætti en áð-
ur. Ég kveiki á kerti á hverju
kvöldi og stari í logann. Logi
á kerti hefur þrennskonar lit;
hann er gulur efst, ljósrauður
neðar og svartur innst í miðj-
unni. Ég set kertið f jörutíu sentí-
metra frá andliti mínu, þannig
að loginn sé nákvæmlega í
sömu hæð og augun; ég þarf
því ekki að reyna á neinn augn-
vöðva til þess að horfa upp eða
niður. Síðan fer ég að stara á
það sem svart er í loganum.
Þetta geri ég til þess að ein-