Úrval - 01.09.1953, Page 81
HOLHEIMSKENNINGIN
79
leika alheimsins. Og alheimur-
inn er aðeins til sem veruleiki.
Einhlítar sannanir fyrir því,
að heimsmynd Kopernikusar sé
rétt, eru ekki til. Nýjustu niður-
stöður í eðlis- og efnafræði hafa
hróflað við mörgum getgátum.
Röksemdafærsla þeirra sem
fylgja holheimskenningunni
hvetur okkur til íhugunar. Að-
ferðir þeirra og tæki eru önnur
en stjörnufræðinganna. Til
dæmis: hið marg umtalaða fyr-
irbrigði með skipið, sem hverfur
okkur sjónum undir sjóndeildar-
hringinn þegar það fjarlægist,
er ekki einhlít sönnun þess, að
jörðin sé bunguvaxin.
Meginstuðning máli sínu fá
fylgjendur holheimskenningar-
innar í mælingum á yfirborði
jarðar. Ef yfirborð jarðarinnar
er ekki kúpt, heldur íhvolft, fást
tvær ólíkar niðurstöður af mæl-
ingum. Af 8 km. mælingu í
beina línu varð niðurstaðan sú,
að yfirborð jarðar nálgaðist
mælilínuna um fimm metra.
Samkvæmt kenningu Kopernik-
usar hefði það átt að fjarlægj-
ast hana um fimm metra.
Aðra sönnun má fá með því
að hengja lóð í snúru. Lóð í
snúru hangir alltaf lóðrétt á yf-
irborð jarðar. Ef jörðin væri
gagnþétt kúla, hlytu tvær snúr-
ur, sem lóð hengju í að nálgast
hvor aðra, þannig að beinar
framlengingar þeirra mættust í
miðju jarðar.
Nú vill svo til, að í Tamarack-
námunum hjá Calumet í Banda-
ríkjunum eru tvö lóðrétt, 1300
metra djúp námugöng. Með
mælingum fundu verkfræðingar,
að lóð, sem hengd voru í snúrur
og sökkt niður í göngin, nálguð-
ust ekki heldur fjarlægðust
hvort annað.
Að sjálfsögðu véfengja hin
viðurkenndu stjörnuvísindi all-
ar þessar aðfinnslur. En for-
mælendur holheimskenningar-
innar hafa ýmislegt fleira á
reiðum höndum til stuðnings
kenningu sinni. Nýlegar niður-
stöður af tilraunum með út-
varps- og radarbylgjum, svo og
af rannsóknum á segulmagni
jarðar, virðast styðja tilgátuna
um holheim.
Formælendur holheimskenn-
ingarinnar leitast við að skapa
kerfi, er samræmi öll jarðnesk
og geimfræðileg (kosmisk) fyr-
irbrigði.
★ ★ ★
Á golfvellinum.
,,Jæja,“ sagði golfkennarinn, ,,hvernig væri ef við æfðum nú
sveifluna án þess að hitta kúluna?“
,,En það er einmitt það sem ég er alltaf að reyna að gera ekki,,,:
sagði nemandinn.
— Great Northem Goat.