Úrval - 01.09.1953, Side 84

Úrval - 01.09.1953, Side 84
'82 ÚRVAL DOROTHY PARKER hefur ort Ijóð um legstein yfir leikkonu, þar sem mosinn hylur fæðingarárið. Gagnvart vitneskjunni um aldur sjálfrar sín er hún ekki jafnviðkvæm. Hún seg- ist vera fædd í smábæ nálægt New York, „á áratug lífsgleðinnar næst á undan aldamótunum síðustu". 1 skóla kvaðst hún ekki hafa lært annað en það, að stroka megi út blekskrift með því að væta strokleð- ur i munnvatni, og með þennan lær- cióm að veganesti gerðist hún blaða- maður. Hún byrjaði að skrifa um leikhúsmál og jafnvel enn í dag svíð- ur undan hinum sárbeitta penna hennar á þeim árum. Seinna tók hún að fást við Ijóðagerð og varð hún brátt á hvers manns vörum í New York fyri ádeilu- og háðkvæði sín, sem birtust í blaöinu The New Yorher. Hún hefur gefið út ljóðasafn und- ■ir nafninu „Bkki jafndjúpt og brunn- ur“. Sjálfhæðnin í titlinum geymir án efa nokkurn sannleika. Hún kafar sjaldan djúpt í Ijóðum sínum, þótt ádeilan hitti jafnan í mark. En í smásögunum, sem hún skrifaði á þriðja áratug aldarinnar og siðar, ristir hún dýpra. Háðið í þeim er ekki minna en í ljóðunum, en þær eru ekki jafnpersónulegar. Vopn hennar eru jafnbeitt, en hún ristir með þeim í sálir annarra og sker dýpra. Aðferð hennar í sögunum er sú að láta eina eða fleiri persónur, nýgift hjón, ungan mann eða ást- fangna stúlku, tala og setja hugsanir sínar fram i eigin orðum, sem skáld- konan siðan víkur örlítið til, og fyrr en varir stendur sögupersónan frammi fyrir lesandanum í allri nekt sinni. Sögur Dorothy Parker eru skrifaðar af óskeikulum næmleik snillingsins fyrir blæbrigðum og þær eru bráðskemmtilegar aflestrar, en það er jafnframt i þeim svo mikil lífsspeki og mannþekking, að þær munu án efa verða lesnar löngu eft- ir að þeir tímar, sem skop hennar beinist að, eru liðnir. raðir horaðra kvenna og tötra- legra manna gengu fram og aftur fyrir utan búðina, hæg- um afmældum skrefum og með betlimiða í hrjúfum höndun- um. Andlit þeirra voru bláfrosin og veðurbitin og sljó. Þau voru svo hrakin og vesæl, að frú Lanier fylltist meðaumkun og lyfti hendinni upp að sorg- mæddu hjarta sínu. Augu henn- ar gljáðu af meðaumkun, og hinar fögru varir hennar opn- uðust eins og þær vildu hvísla hvatningarorðum um leið og hún þokaði sér áfram gegnum þöglan hópinn og hvarf inn í búðina. Oft urðu á vegi hennar krypplingar, sem betluðu eða seldu skóreimar, örkumla menn sem stauluðust með erfiðismun- um áfram eftir gangstéttinni, blindir menn sem gengu leit- andi skrefum og þreifuðu fyrir sér með stafnum. Þá stað- næmdist frú Lanier, riðaði í spori, greip um háls sér og lokaði augunum, eins og þessi sjón væri henni ofviða. Það mátti greinilega sjá hvemig hinn grannvaxni líkami hennar titraði af viljaáreynslu áður en hún megnaði að opna augun og miðla þessum aumkunarverðu mannverum, blindum jafnt sem sjáandi, bros, svo barmafullt af viðkvæmni og angurværri sam-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.