Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 85

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 85
VIÐICVÆMT HJARTA 83 úð, að manni fannst sem greina mætti angurblíðan ilm af hýasintum í loftinu. Ef ásýnd betlarans var ekki alltof andstyggileg kom jafnvel fyrir, að hún leitaði í buddunni sinni að skildingi, rétti fram gull- skreytta höndina og lét hann falla í betliskálina og hélt grönnum handleggnum útrétt- um eins og hún vildi stjaka frá sér miskunnarlausum veru- leikanum. Væri betlarinn ung- ur maður, sem ekki hafði van- izt örkumlalífi sínu, bauð hann henni kannski jafnvirði ölm- usunnar í skóreimum, en frú Lanier vildi ekki þiggja endur- gjald. Hún bandaði mildilega frá sér, leið áfram og lét fá- tæklegan varning hans ósnert- an, og þegar hann horfði á eftir henni var hann ekki lengur einn af milljónunum sem vinna fyrir sér í sveita síns andlits, heldur forréttindamaður, út- valinn til að njóta göfugmann- legrar miskunnsemi hennar. Þannig var það næstum alltaf þegar frú Lanier hætti sér út fyrir dyr. Alls staðar mætti hún þessum tötralýð, þessu úr- hraki mannkynsins, og hver og einn hlaut hugsvölun frá augna- ráði hennar, sem talaði þöglu máli. „Verið hughraust! Verið hug- hraust!“ sagði það. ,,Qg þið — ó, gefið mér líka kjark!“ Þegar frú Lanier kom heim var hún ósjaldan máttlaus eins «og brotin lilja. Þernan Gwennie varð að sárbiðja hana að leggjast fyrir til að safna kröftum svo að hún gæti skipt um föt, klæðzt í einhvern svif- léttan samkvæmiskjól og far- ið niður í gestasalinn, með end- urskin af áhyggjum dagsins í dökkum augunum, en þó með hvelfdan barm eins og henni væri nú léttara. Gestasalurinn var helgidóm- ur hennar. Þar gat hjarta hennar fundið ró eftir erfiði dagsins, þar gat hún helgað sig alla angurværð sinni. Það var eins og þetta herbergi svifi ut- an við heiminn, hér var frið- sælt, engin bók eða tímarit, sem minnti á þrautir og þján- ingar lífsins. Það var Ijóst, fullt af gulum blómum, klætt glitofnu veggfóðri. Utan við stóran gluggann liðaðist fljót- ið, þar sem fönguleg skip sigldu framhjá, hlaðin undar- legum varningi í pastellitum — hvaða nauðsyn bar til að vita, að þetta voru prammar sem fluttu sorp? Beint fram undan blasti við falleg eyja með reisu- legum og traustum byggingum í barnalega skærum litum, eins og á málverki eftir Rousseau. Stundum mátti sjá hjúknmar- konur og sjúklinga á hraðri göngu eftir stígunum við ströndina. Á bak við járn- grindargluggana var kannski fólk, sem ekki var eins frátt á fæti, en um það talaði eng- inn í nærveru frú Laniers. All- ir sem komu í gestasal heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.