Úrval - 01.09.1953, Side 87

Úrval - 01.09.1953, Side 87
VIÐKVÆMT HJARTA 85 iDlátt áfram verða ósjálfbjarga. Þegar hún sagði þetta var svo mikil uppgjöf og úrræðaleysi í látbragði hennar, að allir gest- irnir hvesstu augun á Gwennie eins og hún byggi yfir launráð- um gagnvart húsmóður sinni, svo sem þeim að taka upp á því að deyja eða gifta sig. En það var ástæðulaust að kvíða neinu slíku. Gwennie hafði hestaheilsu og átti engan unn- usta. Hún helgaði líf sitt frú Lanier, og eins og allir sem nutu þeirra forréttinda að dvelja í návist hennar gerði Gwennie sér allt far um að vernda hana gegn öllu illu. Allir hjálpuðust að því að bægja sorgum og áhyggjum heimsins frá frú Lanier, en gagnvart hinni leyndu sorg hennar stóðu þeir ráðþrota. Hún bjó yfir löngun, sem stóð svo djúpt innra með henni, að stundum liðu margir dagar áður en hún gat fengið sig til að minnast á hana við unga manninn sem heimsótti hana í rökkrinu. „Bara ef ég ætti barn,“ and- varpaði hún, „pínulítið bam. Þá held ég, að ég gæti orðið næstum hamingjusöm.“ Og hún hélt grönnum hand- leggjunum í boga fyrir fram- an sig og vaggaði þeim eins og hún væri að bía draumabarni sínu í svefn. Og aldrei var hún angurværari en þá, sjálfs- afneitunin skein út úr hverj- um andlitsdrætti, hverri hreyf- ingu, og ungi maðurinn hefði verið reiðubúinn að lifa eða deyja fyrir hana, hvort heldur sem hún hefði kosið. Frú Lanier minntist aldrei á hversvegna draumur hennar hafði aldrei rætzt. Ungi mað- urinn vissi að hún var alltof næmgeðja og stolt til að segja það. En hann vissi það samt, þegar hann sat hjá henni í dvínandi dagsbirtunni, og hon- um svall móður við tilhugsun- ina um að lyddumenni eins og herra Lanier skyldi komast hjá allri refsingu. Hann sárbað hana og særði, fyrst í flaum- ósa hvíslingum og síðan með heitum ástríðuorðum að lofa sér að fara burt með hana úr þessu víti sem hún lifði í og reyna að gera hana næstum hamingjusama. Og næst þegar ungi maðurinn kom í heimsókn til frú Lanier var hún úti eða veik eða ekki mátti ónáða hana. Gwennie kom aldrei inn í gestasalinn þegar aðeins einn ungur maður var þar inni, en þegar hinir ungu mennirnir fóru aftur að koma í hópum gekk hún hljóðlega út og inn, dró gluggatjöldin fyrir eða bar gestunum góðgerðir. Allir sem unnu í húsinu voru nærgætn- ir, gengu hljóðlega um með sviplaus andlit. Þegar einhver fór úr vistinni réðu ráðskonan og Gwennie annan í staðinn án vitundar frú Laniers, til þess að hlífa henni við frásögnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.