Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 87
VIÐKVÆMT HJARTA
85
iDlátt áfram verða ósjálfbjarga.
Þegar hún sagði þetta var svo
mikil uppgjöf og úrræðaleysi í
látbragði hennar, að allir gest-
irnir hvesstu augun á Gwennie
eins og hún byggi yfir launráð-
um gagnvart húsmóður sinni,
svo sem þeim að taka upp á
því að deyja eða gifta sig. En
það var ástæðulaust að kvíða
neinu slíku. Gwennie hafði
hestaheilsu og átti engan unn-
usta. Hún helgaði líf sitt frú
Lanier, og eins og allir sem
nutu þeirra forréttinda að
dvelja í návist hennar gerði
Gwennie sér allt far um að
vernda hana gegn öllu illu.
Allir hjálpuðust að því að
bægja sorgum og áhyggjum
heimsins frá frú Lanier, en
gagnvart hinni leyndu sorg
hennar stóðu þeir ráðþrota.
Hún bjó yfir löngun, sem stóð
svo djúpt innra með henni, að
stundum liðu margir dagar
áður en hún gat fengið sig til
að minnast á hana við unga
manninn sem heimsótti hana í
rökkrinu.
„Bara ef ég ætti barn,“ and-
varpaði hún, „pínulítið bam.
Þá held ég, að ég gæti orðið
næstum hamingjusöm.“
Og hún hélt grönnum hand-
leggjunum í boga fyrir fram-
an sig og vaggaði þeim eins og
hún væri að bía draumabarni
sínu í svefn. Og aldrei var
hún angurværari en þá, sjálfs-
afneitunin skein út úr hverj-
um andlitsdrætti, hverri hreyf-
ingu, og ungi maðurinn hefði
verið reiðubúinn að lifa eða
deyja fyrir hana, hvort heldur
sem hún hefði kosið.
Frú Lanier minntist aldrei á
hversvegna draumur hennar
hafði aldrei rætzt. Ungi mað-
urinn vissi að hún var alltof
næmgeðja og stolt til að segja
það. En hann vissi það samt,
þegar hann sat hjá henni í
dvínandi dagsbirtunni, og hon-
um svall móður við tilhugsun-
ina um að lyddumenni eins og
herra Lanier skyldi komast
hjá allri refsingu. Hann sárbað
hana og særði, fyrst í flaum-
ósa hvíslingum og síðan með
heitum ástríðuorðum að lofa
sér að fara burt með hana úr
þessu víti sem hún lifði í og
reyna að gera hana næstum
hamingjusama. Og næst þegar
ungi maðurinn kom í heimsókn
til frú Lanier var hún úti eða
veik eða ekki mátti ónáða
hana.
Gwennie kom aldrei inn í
gestasalinn þegar aðeins einn
ungur maður var þar inni, en
þegar hinir ungu mennirnir
fóru aftur að koma í hópum
gekk hún hljóðlega út og inn,
dró gluggatjöldin fyrir eða bar
gestunum góðgerðir. Allir sem
unnu í húsinu voru nærgætn-
ir, gengu hljóðlega um með
sviplaus andlit. Þegar einhver
fór úr vistinni réðu ráðskonan
og Gwennie annan í staðinn án
vitundar frú Laniers, til þess
að hlífa henni við frásögnum