Úrval - 01.09.1953, Síða 88

Úrval - 01.09.1953, Síða 88
86 TÍRVAL, af ótrúmennsku eða ógæfu. Ný- liðarnir líklust fyrirrennurun- um; allir báru sama steinrunna svipinn og frú Lanier tók ekki eftir skiptunum. Ekki fyrr en nýi bílstjórinn kom. Gamla bílstjóranum var sagt upp af því að hann hafði alltof lengi verið gamli bílstjórinn. Það er særandi fyrir viðkvæmt hjarta þegar gamalkunnugt andlit verður hrukkótt og skorpið, þegar gamalkunnugt höfuð byrjar að grána og gam- alkunnugt bak verður bognara með hverjum degi. Gamli bíl- stjórinn hafði jafngóða sjón og heym og var jafngóður bíl- stjóri og áður, en frú Lanier gat ekki afborið að horfa á lotnar herðar hans þegar hún sat fyrir aftan hann í bílnum. Hún kvartaði raunamædd und- an þessu við Gwennie og kvaðst ekki þola að sjá hann lengur. Þessvegna fór gamli bílstjórinn og í stað hans kom nýr, sem hét Kane. Hann var ungur maður og enginn gat orðið dapur í lund af að horfa á baksvip hans. Klæðilegur einkennisbúningur- inn myndaði jafnhliða þrí- hyrning þegar hann stóð tein- réttur og hélt opinni bílhurð- inni fyrir frú Lanier, og auð- mjúk höfuðhneiging hans þeg- ar hún gekk framhjá honum var óaðfinnanleg. En þegar hann átti frí bar hann höfuð- ið hátt, og djarflegt bros lék um blóðríkar varirnar. Ef kalt var í veðri og Kane beið eftir frú Lanier úti í bíln- um,, bað hún Gwennie að segja honum að koma inn í herbergi starfsfólksins. Gwennie gaf honum kaffi og hugsaði um hann. Tvisvar kom fyrir að hún gengdi ekki hringingu frú Lanier. Gwennie fór að nota frí- kvöld sín í eigin þágu. Áður hafði hún ekki kært sig um þau en verið kyrr heima til þess að vera við höndina þegar frú Lanier þurfti á henni að halda. Kvöld eitt eftir leikhúsferð og langar hljóðar samræður í gestasalnum fór frú Lanier upp í svefnherbergi sitt, en greip í tómt, Gwennie beið hennar ekki þar til að af- klæða hana og ganga frá perlufestinni og bursta ljósa hárið, sem var liðað eins og hrokkin krónublöð á ólífublómi. Gwennie átti frí þennan dag og var ekki enn komin heim. Frú Lanier varð að vekja aðra þernu til að hjálpa sér. Næsta morgun grét Gwennie þegar frú Lanier horfði á hana þögulumJ ásökunaraugum. En. af því að frú Lanier þoldi ekki að sjá tár bældi hún niður grátinn. Frú Lanier klappaði henni umburðarlynd á hand- legginn, og þar með var málið úr sögunni — nema að vegna endurmínningarinnar um órétt- inn var alvörusvipur í dökkum augum frú Lanier lengi á eftir. En Kane var henni mikil
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.