Úrval - 01.09.1953, Page 90

Úrval - 01.09.1953, Page 90
88 ÚRVAL ef frá var talið þetta undar- lega þráláta kvef, virtist hún vera við beztu heilsu, því að hún safnaði holdum og varð æ þybbnari. „Nei, en hvað hún Gwennie litía er orðin feit og sælleg!“ sagði frú Lanier angurvær. „Það er svei mér gaman að sjá.“ Tíminn leið og ungu menn- irnir, sem stunduðu heimsókn- ir til frú Lanier, fylgdu leik- reglunum eins og áður. Sá dag- ur kom að hún tók ekki á móti nema einum þeirra — nýgræð- ingi í hópnum, sem átti að vera einn með henni í gesta- salnum í fyrsta skipti þennan dag. Frú Lanier sat fyrir fram- an spegilinn og vætti hálsinn í ilmvatni meðan Gwennie burstaði Ijósgula lokka hennar. Hið yndisfagra andlit sem mætti frú Lanier í speglinum heillaði hana. Hún lagði frá sér ilmvatnsglasið, beygði sig áfram og hallaði örlítið undir flatt til að athuga það betur. Hún sá hvernig angurvær svip- urinn 1 augunum varð enn ang- urværari, hvernig varirnar skildust að í viðkvæmu brosi. Hún krosslagði handleggina fyrir framan sig og vaggaði þeim hægt eins og hún væri að bía draumabarni í svefn. „Bara ef ég ætti lítið barn,“ andvarpaði hún. Hljómurinn í orðunum var ekki eins og hann átti að vera. Hún hristi höfuð- ið, ræskti sig og andvarpaði af enn meiri viðkvæmni: „Bara ef ég ætti lítið barn, pínulítið barn, þá held ég, að ég gæti orðið næstum hamingjusöm." Eitthvað féll með hvellum dynk á gólfið fyrir aftan hana. Hún leit undrandi við. Gwennie hafði misst hárburst- ann og stóð titrandi með and- litið í höndum sér. „Gwennie þó!“ sagði frú Lan- ier. „Gwennie!“ Gwennie tók hendurnar frá andlitinu, sem var undarlega grænleitt. „Fyrirgefið,“ sagði hún og greip andann á lofti. „Fyrirgefið, en ég . . . ég held mér sé að verða illt . . . “ Hún hljóp út úr herberginu í svo miklu ofboði, að gólffjal- irnar dúuðu undir henni. Frú Lanier horfði á eftir henni og hélt höndunum upp að þjáðu hjarta sínu. Hún sneri sér hægt að speglinum aftur, og myndin sem hún sá sendi um taugar hennar sigurstraum, samskonar og þann sem lista- maðurinn finnur þegar hann stendur frammi fyrir meistara- verki sínu. Hin alfullkomna, holdtekna angurværð blasti við henni, og það sem réði úrslit- um var gremjublandið felmtr- ið í svipnum. Hún gerði sér far um að halda því í svipnum þegar hún stóð upp frá snyrtiborðinu, og með fagurskapaðar hendurnar eins og skjöld fyrir viðkvæmu hjartanu gekk hún niður í gestasalinn, þar sem nýi ungi maðurinn beið hennar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.